Náttúrufræðingurinn - 1986, Qupperneq 60
hann var kominn fyrir það, heldur hafði
um þann tíma og í því sama takmarki
hlaðist saman og hrúgast hvað ofan á
annað, þar í afhallandi farveg hjer um
70 faðma á breidd, en 20 faðma á dýpt,
sem sjáanlegt verður til heimsins enda,
ef þar verður ei á önnur umbreyting.
Holtsá og Fjaðará hlupu fram yfir þær
stíflur, er það nýja hraun hafði gjört
þeim, og í mestu flugferð og boðagangi
kæfðu nú eldinn, er rumlandi og renn-
andi var í árfarvegnum, og hljóp svo
fram og ofan af áður tjeðri dýngju með
fossum og iðukasti. Vatn þetta var svo
mikið, að áin varð hreint ófær á hestum
allan daginn eptir undan klaustrinu.
Fórum við svo frá kirkjunni glaðværari
heim, en jeg frá geti sagt og þökkuðum
guði fyrir svo ásjáanlega vernd og
frelsi, sem hann hafði veitt oss og sínu
húsi. Já, allir, sem þetta almættisverk
sjá og heyra af því sagt, aldir og óborn-
ir, prísi og víðfrægi hans háleita nafn.
Frá þessum sama degi grandaði ei
eldurinn stórvægis minni kirkjusókn á
þennan veg ..."
Þetta er einn merkasti texti úr ís-
lenskri eldfjallasögu og hann er yfir-
leitt lesinn, eins og höfundurinn ætlast
til, með guðrækilegu hugarfari og
„rjettilegri andakt“. í þetta sinn
leyfum við okkur að skoða hann frá
eðlisfræðilegum sjónarhóli. Það er
einkum tvennt, sem við rekum augun
í. Hraunið stíflar ár og þaðan stíga
hvítir þokumok’kar. Þykka hitasvælu
og þoku leggur af eldinum niður far-
veg Skaftár og henni fylgja skruggur
og eldingar kippum saman. í ljósi
reynslunnar frá Surtsey liggur nærri að
ætla, að það séu átök höfuðskepnanna
vatns og elds sem þessu valda. í öðru
lagi er það hinn dýrðlegi kraptur al-
mættisins, sem stöðvar hraunstraum-
inn og hleypir Holtsá og Fjaðará úr
böndum, svo að þær „í mestu flugferð
og boðagangi kæfðu nú eldinn, er
rumlandi og rennandi var í árfarvegn-
um . . . “. Það rýrir ekki trú okkar á
mátt bænarinnar og guðlega forsjá,
þótt við viljum nú skilja, hvernig al-
mættið bar sig að og lét vatn kæfa
eldinn. Eyja-menn héldu líka sína Eld-
messu en fengu í fyrstu aðeins eldskírn
að launum. Ekki vitum við hverju al-
mættið gæti hafa hvíslað að Þorbirni
Sigurgeirssyni, en strax á dögum
Surtseyjargossins var hann farinn að fá
hugmyndir í þá átt, sem síðar varð að
veruleika á Heimaey 1973.
VATN RÍFUR BERG
Sú reynsla, sem fékkst við
hraunkælingu í Heimaeyjargosi, hefur
nú verið nýtt til vinnslu hita úr
hrauninu (Þorbjörn Sigurgeirsson
1982). Hún hefur einnig ýtt undir mun
víðtækari skilning á því, hvernig
varmaskiptum milli vatns og bergs
gæti verið háttað í varmagjöfum jarð-
hitakerfa. Þar hafa menn jafnan átt í
erfiðleikum að skýra hið feiknarlega
varmaafl, er jarðhitakerfi skila. Við
kælingu með venjulegum hætti
þykknar veggurinn milli vatns og glóð-
ar svo á fáum árum, að glóðin má
heita einangruð frá umhverfi sínu.
Galdurinn liggur hins vegar í því, að
vatnið veldur slíkum samdrætti í berg-
inu við kælingu, að það rifnar og
springur í kubba, og vatnið smýgur um
sprungur svo nærri glóðinni, að þar
skilur aðeins á milli þunnt, ósprungið
lag af heitu storkubergi. Segja má að
vatnið éti sig inn í bergið eftir sprung-
um og sæki varmann án þess að varma-
leiðing komi þar mikið við sögu (Helgi
Björnsson o.fl. 1982). Gunnar Böðv-
arsson (1951) var kominn á þessa
skoðun í heilabrotum sínum um
varmagjafa Hengilssvæðisins, þar sem
hann segir:
266