Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 3
Ritstjóraskipti
Með þessu hefti Náttúrufræðingsins
verða ritstjóraskipti á tímaritinu. Af
störfum lætur Árni Einarsson, líffræð-
ingur, sem gegnt hefur starfinu síðast-
liðin þrjú ár. Stjórn félagsins og rit-
stjórn þakkar honum samvinnuna og
vel unnin störf í þágu ritsins. Rit-
stjórnin er og hefur ætíð verið auka-
starf og Árni hefur jafnframt ritstjórn-
inni verið starfsmaður Náttúrurann-
sóknastöðvarinnar við Mývatn með
aðsetur á líffræðistofnun Háskólans
og heldur hann því áfram. Við rit-
stjórastarfinu tekur Páll Imsland,
jarðfræðingur.
Ritstjórn Náttúrufræðingsins hefur
stækkað með tímanum og er nú skip-
uð tólf mönnum. Tveir hafa óskað eft-
ir að draga sig út úr ritstjórninni en
einn er óvirkur vegna langdvala er-
lendis. í þeirra stað koma nú nýir
menn. Ritstjórn er skipuð mönnum
með mjög breiða náttúrufræðilega
menntun og sérhæfingu og er það gert
til þess að reyna að tryggja fjölbreytni
í efni tímaritsins, til samræmis við
upphaflegt markmið útgáfunnar. Á
kápusíðu fyrsta ritsins lýstu stofnend-
ur þess, Guðmundur G. Bárðarson og
Árni Friðriksson ásetningi sínum svo:
„I tímariti þessu verða birtar smá-
greinar, við alþýðu hæfi, um ýms efni
í dýrafræði, grasafræði, jarðfræði,
landafræði, eðlisfræði, efnafræði,
stjörnufræði og öðrum greinum nátt-
úrufræðinnar".
Ritstjórnarstefna Náttúrufræðings-
ins er í raun afar einföld og hefur ver-
ið óbreytt frá því hann fyrst kom út
fyrir 58 árum. Á kápunni utan um
fyrstu örkina, sem út kom árið 1931,
stóð undir titli ritsins: „alþýðlegt
fræðslurit í náttúrufræði'b Síðan hefur
þetta verið ritstjórnarstefna Náttúru-
fræðingsins í hnotskurn. Þegar Her-
mann Einarsson, fiskifræðingur lét af
störfum ritstjóra og við tók Sigurður
Pétursson, gerlafræðingur um áramót-
in 1955 og 1956 var orðalagi ritstjórn-
arstefnunnar breytt. Sú breyting var
þó eins smá og hægt er að komast af
með og lýsir eingöngu þeim málfars-
legu áherslubreytingum sem verða
með tímanum, en alls ekki breyttri
áherslu á efnisinnihald ritsins. Eftir
þetta varð ritsjórnarstefnan: „alþýð-
legt fræðslurit um náttúrufræði". Við
önnur ritstjóraskipti, árið 1976, er Sig-
fús A. Schopka, fiskifræðingur lét af
ritstjórn en við tók Kjartan Thors,
jarðfræðingur, hvarf ritstjórnarstefnu-
yfirlýsingin af framhlið kápunnar og
færðist yfir á innhlið hennar og stóð
þar með öðrum upplýsingum um ritið.
Þannig hefur hún síðan verið birt les-
endum.
Á þessum 58 árum hefur ritstjórnar-
stefnan verið óbreytt að innihaldi.
Það má með sanni segja að hún sé ein-
föld, en ekki verður samt séð að það
hafi háð ritinu. Það verður vart dregin
önnur ályktun af útgáfusögu ritsins en
að þessi einfalda ritstjórnarstefna hafi
reynst lýsa tilgangi útgáfunnar nægi-
Náttúrufræðingurinn 58 (2), bls. 57-58, 1988.
57