Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 20
Samtímis leysingu meginjökulsins hækkaöi sjávarborð og varö hæð þess um 53 m y.s. viö jökulgarða Fá- skrúðsfjarðarstigs í Norðfirði, Reyð- arfirði og Fáskrúðsfirði. Þetta er hæsta staða sjávarborðs á Austfjörð- um frá síðjökultíma. í utanverðum nærliggjandi fjörðum eru efstu fjöru- mörk yngri og aðeins í rúmlega 40 m y.s. Fláfjöllin og múlar við Norðfjörð, Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð stóðu upp úr jökulbreiðunni, en í dölum og fjörðum milli þeirra náðu skriðjöklar út fyrir núverandi strönd. Sama máli gengdi um svæðið sunnan Stöðvar- fjarðar, nema að jökullaus svæði voru þar mun minni vegna meiri þykktar meginjökulsins, sem er skýrð með ná- lægð meginísaskila. Landið milli skriðjöklanna í Fáskrúðsfirði, Reyðar- firði og Norðfirði var þó ekki án jökla, því að fullvíst má telja að þar hafi á þessum tíma verið skálarjöklar og minniháttar daljöklar. Þessir jöklar náðu niður undir sjávarmál í Fá- skrúðsfirði og Reyðarfirði og líklega einnig í Hellisfirði, Viðfirði og Vaðla- vík milli Reyðarfjarðar og Norðfjarð- ar (9. mynd) og sameinuðust víða megindal- eða skriðjöklum. Breiðdalsstig Eftir myndun jökulgarða Fáskrúðs- fjarðarstigs hlýnaði loftslag og skrið- jöklarnir hörfuðu inn Norðfjörð, Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð. Sunn- an við þessa firði hörfaði brún megin- jökulsins inn fyrir núverandi strönd að minnsta kosti suður í Lón. A ný kóln- aði í veðri og brún skriðjöklanna varð um nokkurt skeið kyrrstæð eða gekk fram og jökulgarðar Breiðdalsstigsins mynduðust (10. mynd). Þegar jöklarnir hörfuðu frá jökul- görðum Fáskrúðsfjarðarstigs hafði sjávarborð lækkað um 12 m við jökulgarðana. Sjórinn fylgdi brún skriðjöklanna inn Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð, en sunnar fylgdi sjórinn brún meginjökulsins inn í fjarðarmynnin. Hæð efstu fjörumarka við jökulgarða Breiðdalsstigs er nokkuð mismunandi í fjörðum Aust- fjarða, á bilinu 39-59 m y.s. (10. mynd). í Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði eru ummerki jökulbrúnar frá þessum tíma all glögg í botni fjarðanna. í Eski- fjarðardal eru þessi ummerki einnig skýr, en í Norðfjarðardal eru þau ógreinileg. Það er sameiginlegt þess- um jökulgörðum, að þeir eru næstir innan við jökulgarða Fáskrúðsfjarðar- stigsins. Frá Fáskrúðsfirði og suður í Lón eru jökulgarðar Breiðdalsstigs ystu garðar í fjörðunum. Samkvæmt þessum niðurstöðum var brún megin- jökulsins þá komin inn fyrir núverandi strönd allt suður í Lón. Eins og fram kemur hér að ofan er hæð efstu fjörumarka við jökulgarða Breiðdalsstigs mismunandi, mest í botni Reyðarfjarðar (um 59 m y.s.) en minnst í botni Stöðvarfjarðar (um 39 m y.s.). Þessi mismunur stafar annars vegar af því hve stutt er á milli brúnar skriðjökla fjarðanna og megin- jökulsins vestan þeirra og hins vegar af mismunandi stærð (þykkt og lengd) skriðjöklanna. Þannig er hin mikla hæð efstu fjöru- marka í botni Reyðarfjarðar og Eski- fjarðar skýrð með mikilli nálægð meg- injökulsins og bælingar landsins af hans völdum. Daljökull án tengsla við meginjökulinn var á þessum tíma í Stöðvarfirði. Jökull þessi lá mun aust- ar en jöklarnir í Fáskrúðsfirði og í Breiðdal (10. mynd). Bæling lands í Stöðvarfirði var því minni og hæð efstu fjörumarka í botni fjarðarins er því aðeins um 39 m y.s. Þessu var svo öfugt farið í Berufirði, þar sem 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.