Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 48
græðslutilraunir á virkjanasvæði
Blöndu var gerð tilraun til að flokka
ógróið land eftir yfirborðsgerð (Hall-
dór Þorgeirsson o.fl. 1982). Eingöngu
var stuðst við kornastærð yfirborðs-
lagsins og því skipt í þrjá flokka.
Melar þekja stærsta hluta ógróins
lands á íslandi. Meðfylgjandi kort
(1. mynd) sýnir útbreiðslu helstu land-
gerða á ógrónu landi. Við gerð
kortsins var ógrónu landi skipt í eftir-
talda flokka: mela, sanda, hraun og
vikra; en áreyrar og skriður eru ekki
það útbreiddar að hægt sé að sýna á
korti í þessum mælikvarða. Kortið
er að miklu leyti byggt á jarðvegs-
korti Atvinnudeildar Háskólans og
Nygard (1959) en einnig er stuðst við
gróðurkort Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins og eigin athuganir. Kortið
er ónákvæmt og oft er óljóst hvar
ber að draga mörkin á milli flokk-
anna, en það gefur þó allskýra heild-
armynd af útbreiðslu helstu yfirborðs-
gerða.
Að dæmi Atvinnudeildar og Ny-
gard er fjalllendi undanskilið á kort-
inu, en mjög orkar tvímælis hvar ber
að draga mörkin á milli mela og fjall-
lendis, ekki síst á Vestur- og Norður-
landi. Melar þekja líklega yfir 30%
landsins alls, áreyrar, skriður, vikrar
og sandar þekja um 10% landsins, en
hraun um 8% (byggt á Birni Jóhann-
essyni 1960).
AÐFERÐIR
Athuganirnar, sem hér er lýst,
beindust að svæðum þar sem yfirborð-
ið telst til mela. Melar eru víðáttu-
mestir ógróins lands og ætla má að
stærsti hluti þeirra hafi verið gróinn
um landnám. Fleiri landgerðir voru
rannsakaðar, en ekki verður vikið að
þeim niðurstöðum hér. Alls voru at-
huguð 15 jarðvegssnið á 7 stöðum á
landinu þar sem sýni voru tekin og
þau greind. Mun fleiri sniðum var
lýst. Staðirnir eru:
1. snið: Vífilsstaðir, austan Garðabæj-
ar, Gullbringusýslu.
2. snið: Svartárkot, skammt norðan
Þingvallaþjóðgarðsins, Arnessýslu.
3. snið: Skógaheiði, ofan Skóga,
Rangárvallasýslu.
4. snið: Skaftártungur, skammt sunn-
an við Eldgjá, Vestur-Skaftafellssýslu.
5. -8. snið: Sandá, innan landgræðslu-
girðingarinnar á Biskupstungnaafrétti,
Arnessýslu.
9.-10. snið: Auðkúluheiði, Austur-
Húnavatnssýslu.
11.-15. snið: Eyvindarstaðaheiði,
Austur-Húnavatnssýslu.
Þekja gróðurs á yfirborði athugun-
arstaðanna var á milli 1-5% á þeim
stöðum þar sem uppgræðsla eða sjálf-
græðsla hefur ekki átt sér stað, en um
70% við Vífilsstaði og hærri á upp-
græddum svæðum við Sandá og á
Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðum.
Fram til þessa hefur ekki verið sam-
ræmd íslensk aðferð til að lýsa jarð-
vegssniðum. Erlendar aðferðir henta
um margt illa til að gefa íslenskum
jarðvegslögum nafn, t.d. getur oft
orkað tvímælis hvaða lög ber að telja
grafin lög („buried horizon“) og ösku-
lög setja mjög svip sinn á íslenskan
jarðveg, en yfirleitt er ekki gert ráð
fyrir öskulögum í erlendum flokkun-
arkerfum. Við þær athuganir, sem hér
er greint frá, var notuð nálgun við
nýju bandarísku lagskiptinguna (U.S.
Soil Survey Staff 1975, Birkeland
1984). í bandaríska kerfinu, sem og í
flestum öðrum kerfum, er bókstafur-
inn A notaður um yfirborðslög en B
um lög neðan yfirborðs en ofan lags
sem myndar mót jarðvegs og berg-
grunns (C-lag). Til að jarðvegsflötur
eða lag geti talist vera B-lag, þarf þar
að vera leir sem flust hefur úr A lög-
um eða sýna önnur ummerki jarðvegs-
102