Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 30
Talið er að flatarmál örfoka lands á
íslandi sé um fjórar milljónir hektara
(Ingvi Þorsteinsson 1978) eða um 40%
af flatarmáli landsins. Vegna þess hve
gríðarlega stórt svæði er um að ræða
er augljóst að ekki er hægt að beita
mjög kostnaðarsömum aðgerðum við
endurheimt þeirra. Skortur á rann-
sóknum hefur og háð árangursríkri
vistheimt. Þetta á ekki aðeins við um
Island, heldur einnig nágrannalöndin.
Undanfarin ár hefur athygli vísinda-
manna beinst æ meir að því að nota
tegundir sem fyrir eru á hverju svæði
(,,native“) til uppgræðslu. Má þar
nefna tilraunir ýmissa vísindamanna í
Alaska (t.d. Chapin og Chapin 1980).
Einnig hafa verið reyndar ýmsar aðrar
aðferðir sem miða meir að vistheimt
en beinlínis uppgræðslu einni. Þar á
meðal er blöndun mós við ólífrænt
raskað yfirborð og aðgerðir sem miða
að því að efla örverulíf í jarðveginum.
Þá geta belgjurtir eins og smári og
lúpína aukið niturframboð (köfnunar-
efni) í jarðveginum og búið í haginn
fyrir annan gróður. Vaxandi áhersla
er nú hérlendis lögð á rannsóknir á
niturbindandi tegundum (Andrés
Arnalds 1986) sem og notkun inn-
lendra tegunda til landgræðslu.
Framvinda gróðurs á norðurslóðum
er hæg, borin saman við heitari lönd,
og því taka rannsóknir á henni mjög
langan tíma. Þekking á slíku er þó
e.t.v. forsenda notkunar ýmissa inn-
lendra plöntutegunda til uppgræðslu
(Johnson og Van Cleve 1976). Fram-
vinda hefur nokkuð verið rannsökuð
hérlendis og má þar nefna rannsóknir
Elínar Gunnlaugsdóttur (1985), Ey-
þórs Einarssonar (1970), Harðar
Kristinssonar (1987) og Sturlu Frið-
rikssonar (1975). En betur má ef duga
skal. Vonandi verða rannsóknir á
sviði landgræðslu efldar að mun í ná-
inni framtíð svo takast megi að endur-
heimta íslensk vistkerfi á sem hag-
kvæmastan hátt.
ÞAKKARORÐ
Höfundur þakkar Sigurði Jónssyni, starfs-
manni íslenskrar málstöðvar og prófessor
Halldóri Halldórssyni fyrir orðasmíð,
einnig Asu L. Aradóttur og Andrési Arn-
alds fyrir ábendingar við samningu þessar-
ar ritgerðar.
HEIMILDIR
Andrés Arnalds 1986. Belgjurtir til land-
græðslu. í Nýting belgjurta á íslandi.
(ritstj. Áslaug Helgadóttir). Fjölrit
Rala 121. 95-108.
Andrés Arnalds, Þorvaldur Örn Árnason,
Þorgeir Lawrence og Björn Sigur-
björnsson 1978. Grass variety trials for
reclamation and erosion control. Fjöl-
rít Rala 37. 52 bls.
Áslaug Helgadóttir og Þorsteinn Tómas-
son 1984. Tegundir og stofnar til upp-
græðslu. Ráðunautafundir B.í. og Rala
1984. 130-142.
Bradshaw, A.D. og M.J. Chadwick 1980.
The Restoration of Land: the Ecology
and Reclamation of Derelict and
Degraded land. Blackwell, Oxford. 317
bls.
Chapin, F.S. III. og M.C. Chapin 1980.
Revegetation of an arctic disturbed site
by native tundra species. Journal of
Applied Ecology 17. 449-456.
Elín Gunnlaugsdóttir 1985. Composition
and dynamical status of heathland
communities in Iceland in relation to
recovery measures. Acta Phytogeogra-
phica Suecica 75. 84 bls.
Eyþór Einarsson 1970. Plant ecology and
succession in some nunataks in the
Vatnajökull glacier in South-East Ice-
Iand. Ecology and Conservation 1.
247-256.
Hákon Aðalsteinsson 1986. Vatnsaflsvirkj-
anir og vötn. Náttúrufræðingurinn 56.
109-131.
Hörður Kristinsson 1986. Colonization
and succession on lava in Iceland. í
Restoration and vegetation succession
in circumpolar lands. Program &
84