Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 47
Ólafur Arnalds Jarðvegur á ógrónu landi INNGANGUR Á íslandi hefur átt sér stað gífurleg jarðvegseyðing frá því að landið var numið. Talið er að á þessum tíma hafi tapast um 40.000 ferkílómetrar gróins lands. Til viðbótar eru um 18.000 fer- kílómetrar lands sem hafa líklega aldrei gróið eftir ísöldina (Ingvi Þorsteinsson, 1978), svo að samtals er ógróið land um 58.000 ferkílómetrar, eða nálægt 58% af heildarflatarmáli landsins. Jarðvegi á ógrónu landi hefur lítill gaumur verið gefinn hérlendis. Björn Jóhannesson (1960) kannaði nokkur snið á ógrónu landi. Hann fann að ólífrænn jarðvegur hefur nokkra jón- rýmd þrátt fyrir skort á leirögnum og lífrænum efnum. Þá kannaði Elín Gunnlaugsdóttir (1982) jarðveg á söndum í tengslum við uppgræðslu- rannsóknir. Romans o.fl. (1980) rann- sökuðu jarðvegsmyndun á jökulurð við Breiðamerkurjökul, einkum með tilliti til örforma og hreyfingar silts í jarðvegssniðum. Lýsingar á sniðum á Breiðamerkursandi er einnig að finna í grein eftir Boulton og Dent (1974), þótt rannsóknir þeirra væru setlaga- fræðilegs eðlis. Yfirborðsmynstur, bæði á grónu og ógrónu landi, hafa verið allmikið rannsökuð hérlendis, sem og ýmis ferli er orsakast af frost- verkan. Má þar nefna rannsóknir Sig- urðar Þórarinssonar (t.d. 1964) auk ýmissa útlendinga, t.d. Schunke (1975) og Friedman o.fl. (1971). Þekking á jarðvegi á ógrónu landi er ekki síst mikilvæg vegna þess að nauðsynlegt er að kunna skil á eðli þess lands sem tekið er til upp- græðslu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir rannsóknum á örfoka landi, sem að mestu fóru fram 1985 og 1986. Rannsóknir þessar voru unnar með tilstyrk Vísindasjóðs íslands, en einn- ig að hluta fyrir tilstuðlan Landsvirkj- unar. í fyrsta skipti sem hér eru notuð fræðiorð, sem ástæða þykir að skýra með sambærilegu erlendu fræðiheiti, eru þau skáletruð. í viðauka er skrá með þessum hugtökum á ensku og ís- lensku. Stuðst er við þýðingar í ýms- um ritum, en þó helst bókina „Is- lenskur jarðvegur“ eftir Björn Jó- hannesson (1960) og „Jarðvegsfræði" eftir Árna Snæbjörnsson og Óttar Geirsson (1980). FLOKKUN OG ÚTBREIÐSLA ÓGRÓINS LANDS Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að flokka ógróið land. Björn Jó- hannesson (1960) skipti því í eftirtalda flokka: foksanda, fjörusanda, jökuls- ársanda, mela og grjót, fjalllendi og hraun. Við gerð gróðurkorta á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins er ógrónu landi skipt í: mela, hraun, moldir, þurrar áreyrar, blautar áreyr- ar, sanda og vikra og að síðustu annað ógróið land. Þegar hafnar voru upp- Náttúrufræðingurinn 58 (2), bls. 101-116, 1988. 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.