Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 47
Ólafur Arnalds Jarðvegur á ógrónu landi INNGANGUR Á íslandi hefur átt sér stað gífurleg jarðvegseyðing frá því að landið var numið. Talið er að á þessum tíma hafi tapast um 40.000 ferkílómetrar gróins lands. Til viðbótar eru um 18.000 fer- kílómetrar lands sem hafa líklega aldrei gróið eftir ísöldina (Ingvi Þorsteinsson, 1978), svo að samtals er ógróið land um 58.000 ferkílómetrar, eða nálægt 58% af heildarflatarmáli landsins. Jarðvegi á ógrónu landi hefur lítill gaumur verið gefinn hérlendis. Björn Jóhannesson (1960) kannaði nokkur snið á ógrónu landi. Hann fann að ólífrænn jarðvegur hefur nokkra jón- rýmd þrátt fyrir skort á leirögnum og lífrænum efnum. Þá kannaði Elín Gunnlaugsdóttir (1982) jarðveg á söndum í tengslum við uppgræðslu- rannsóknir. Romans o.fl. (1980) rann- sökuðu jarðvegsmyndun á jökulurð við Breiðamerkurjökul, einkum með tilliti til örforma og hreyfingar silts í jarðvegssniðum. Lýsingar á sniðum á Breiðamerkursandi er einnig að finna í grein eftir Boulton og Dent (1974), þótt rannsóknir þeirra væru setlaga- fræðilegs eðlis. Yfirborðsmynstur, bæði á grónu og ógrónu landi, hafa verið allmikið rannsökuð hérlendis, sem og ýmis ferli er orsakast af frost- verkan. Má þar nefna rannsóknir Sig- urðar Þórarinssonar (t.d. 1964) auk ýmissa útlendinga, t.d. Schunke (1975) og Friedman o.fl. (1971). Þekking á jarðvegi á ógrónu landi er ekki síst mikilvæg vegna þess að nauðsynlegt er að kunna skil á eðli þess lands sem tekið er til upp- græðslu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir rannsóknum á örfoka landi, sem að mestu fóru fram 1985 og 1986. Rannsóknir þessar voru unnar með tilstyrk Vísindasjóðs íslands, en einn- ig að hluta fyrir tilstuðlan Landsvirkj- unar. í fyrsta skipti sem hér eru notuð fræðiorð, sem ástæða þykir að skýra með sambærilegu erlendu fræðiheiti, eru þau skáletruð. í viðauka er skrá með þessum hugtökum á ensku og ís- lensku. Stuðst er við þýðingar í ýms- um ritum, en þó helst bókina „Is- lenskur jarðvegur“ eftir Björn Jó- hannesson (1960) og „Jarðvegsfræði" eftir Árna Snæbjörnsson og Óttar Geirsson (1980). FLOKKUN OG ÚTBREIÐSLA ÓGRÓINS LANDS Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að flokka ógróið land. Björn Jó- hannesson (1960) skipti því í eftirtalda flokka: foksanda, fjörusanda, jökuls- ársanda, mela og grjót, fjalllendi og hraun. Við gerð gróðurkorta á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins er ógrónu landi skipt í: mela, hraun, moldir, þurrar áreyrar, blautar áreyr- ar, sanda og vikra og að síðustu annað ógróið land. Þegar hafnar voru upp- Náttúrufræðingurinn 58 (2), bls. 101-116, 1988. 101

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.