Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 14
7. mynd. Hæð mældra fjörumarka og legu jökulgarða í Fáskrúðsfirði varpað á plan sam- hliða stefnu fjarðarins. Distance diagram for ancient shorelines in Fáskrúðsfjörður. Stöðvarfjörður Tvenn greinileg fjörumörk, efri og neðri, eru í Stöðvarfirði. Hæð þeirra efri fer vaxandi til austurs úr 34 m í 40 m y.s. af sömu ástæðum og að framan er lýst. Hæð neðri fjörumark- anna er 31 m y.s. Enginn eiginlegur jökulgarður er í firðinum, en brún jökuls hefur engu að síður skilið eftir sig nokkuð áreiðanleg ummerki. Ofan við bæinn Óseyri er all stór hjalli (Árni Hjartarson o. fl. 1981) sem nær 46 m y.s. Setlög hjallans eru af þremur gerðum; neðst er skálagað malar- og sandset, ofan á þeim er víxl- laga malar- og sandset, en efst er jök- ulruðningur. Lagamót tveggja neðstu setgerð- anna eru mismunandi. Austast í hjall- anum mætast skálagaði og víxlagaði hlutinn í skörpu mislægi. Lögum ská- lagaða hlutans hallar til suðausturs til fjarðarins. í innri (vestari) hluta hjall- ans mætast þessar setgerðir ekki í mis- lægi heldur fer halli skálaganna stöð- ugt minnkandi upp á við og verður þar vart greint hvar komið er í hinn víxllagaða hluta setlaganna. Lögum skálagaða hlutans hér hallar til suð- vesturs inn til dalsins. Niðurstaða okkar er sú að ytri hluti hjallans sé óseyri sem hlóðst upp framan við jökul sem skreið út Stöðv- arfjörð á tíma hæstu sjávarstöðu. Þeg- ar jökullinn hörfaði braut brimalda á þessari setlagamyndun og öldurótið skolaði setinu inn yfir hana. Neðri fjörumörkunum má fylgja nokkuð inn fyrir setlagahjallann, en þau eru um 8 m neðar en þau efri. Fáskrúðsfjörður Fjörumörk voru hæðarmæld við ut- an- og innanverðan Fáskrúðsfjörð. Hæð efstu fjörumarka fer hækkandi úr 47 m í 52 m y.s. milli Hvamms og Víkurgerðis út með firðinum að sunn- an. Þetta eru ummerki 10 m hærri sjávarstöðu en Árni Hjartarson o. fl. (1981) geta um í Fáskrúðsfirði. Frá Víkurgerði og inn í botn fjarðarins fer hæð lægri fjörumarka hækkandi úr 39 m í 48 m y.s. I mynni Daladals eru ummerki sem benda til enn lægri 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.