Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 14
7. mynd. Hæð mældra fjörumarka og legu jökulgarða í Fáskrúðsfirði varpað á plan sam- hliða stefnu fjarðarins. Distance diagram for ancient shorelines in Fáskrúðsfjörður. Stöðvarfjörður Tvenn greinileg fjörumörk, efri og neðri, eru í Stöðvarfirði. Hæð þeirra efri fer vaxandi til austurs úr 34 m í 40 m y.s. af sömu ástæðum og að framan er lýst. Hæð neðri fjörumark- anna er 31 m y.s. Enginn eiginlegur jökulgarður er í firðinum, en brún jökuls hefur engu að síður skilið eftir sig nokkuð áreiðanleg ummerki. Ofan við bæinn Óseyri er all stór hjalli (Árni Hjartarson o. fl. 1981) sem nær 46 m y.s. Setlög hjallans eru af þremur gerðum; neðst er skálagað malar- og sandset, ofan á þeim er víxl- laga malar- og sandset, en efst er jök- ulruðningur. Lagamót tveggja neðstu setgerð- anna eru mismunandi. Austast í hjall- anum mætast skálagaði og víxlagaði hlutinn í skörpu mislægi. Lögum ská- lagaða hlutans hallar til suðausturs til fjarðarins. í innri (vestari) hluta hjall- ans mætast þessar setgerðir ekki í mis- lægi heldur fer halli skálaganna stöð- ugt minnkandi upp á við og verður þar vart greint hvar komið er í hinn víxllagaða hluta setlaganna. Lögum skálagaða hlutans hér hallar til suð- vesturs inn til dalsins. Niðurstaða okkar er sú að ytri hluti hjallans sé óseyri sem hlóðst upp framan við jökul sem skreið út Stöðv- arfjörð á tíma hæstu sjávarstöðu. Þeg- ar jökullinn hörfaði braut brimalda á þessari setlagamyndun og öldurótið skolaði setinu inn yfir hana. Neðri fjörumörkunum má fylgja nokkuð inn fyrir setlagahjallann, en þau eru um 8 m neðar en þau efri. Fáskrúðsfjörður Fjörumörk voru hæðarmæld við ut- an- og innanverðan Fáskrúðsfjörð. Hæð efstu fjörumarka fer hækkandi úr 47 m í 52 m y.s. milli Hvamms og Víkurgerðis út með firðinum að sunn- an. Þetta eru ummerki 10 m hærri sjávarstöðu en Árni Hjartarson o. fl. (1981) geta um í Fáskrúðsfirði. Frá Víkurgerði og inn í botn fjarðarins fer hæð lægri fjörumarka hækkandi úr 39 m í 48 m y.s. I mynni Daladals eru ummerki sem benda til enn lægri 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.