Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 57
svæði í heiminum, þar sem úrkoma er á annað borð nóg, sem gróa ekki upp á jafnlöngum tíma og hér um ræðir. Áreyrar Alaska og í norðurhluta Kanada eru víða illa grónar og gætir flutnings á seti frá áreyrunum inn á svæðin umhverfis. Rickert og Tedrow (1967) greindu frá rannsóknum á áfoksjarðvegi í nágrenni Meade árinn- ar í norðurhluta Alaska. Svæðið næst ánni einkennist af sandöldum og áfoki yfir gróðurlendið. Kornastærð og efnaeiginleikar líkist því sem er í jarð- vegi á örfoka landi hér á landi, nema yfirborðslagið hefur að öllu jöfnu hærra lífrænt innihald en lögin neðan við yfirborðið. Jarðvegur á örfoka landi á íslandi hefur einnig ýmis ein- kenni jarðvegs sem er norðan túndr- unnar á norðurhveli jarðar og jarð- vegs sem finnst á Suðurskautslandinu og er þá einkum átt við svipaða gróð- urhulu, kornastærð og lágt innihald lífrænna efna. Þessi svæði hafa verið nefnd heimskautaeyðimerkur á norð- urhveli jarðar (“Polar Deserts" sbr. Tedrow 1966) en kaldeyðimerkur á Suðurskautslandinu (“Cold Deserts“ sbr. Bockheim 1980). Jarðvegur á þessum svæðum er mjög grófur og er þakinn möl og hnullungum á yfirborði (“desert pavement“) sem svipar að mörgu leyti til yfirborðslaganna sem lýst var hér á undan. Jarðvegur þess- ara heimskautasvæða er þó frosinn allt árið, en mislangt er niður á frost. Öfugt við íslenskar aðstæður, þá er mjög lítil úrkoma á þessum svæðum og segja má að jarðveginum megi stundum lýsa sem frostþurrkuðum (“dry permafrost" sbr. Bockheim 1980, Ugolini og Anderson 1973). Þessi jarðvegur er á tíðum mjög saltur og mjög basískur öfugt við íslenskan jarðveg sem yfirleitt hefur lægra sýru- stig en 7. SAMANTEKT OG ÁLYKTANIR Hér hefur verið reynt að lýsa jarð- vegi á ógrónu landi á Islandi. Melar eru langvíðlendastir og voru rann- sóknirnar að mestu bundnar við þá. Berggrunnur athugunarstaðanna var ýmist jökulurð eða jökulvatnsset. Dæmigert snið í örfoka mel er sýnt á 2. mynd. Efst er um 2-10 cm þykkt, gróft yfirborðslag (A-lag), sem er snautt af lífrænum efnum. Þar sem Heklulögin H3 og H4 eru þykk og gróf í móajarðvegi gætir þeirra mikið í yfirborðslagi á örfoka landi. Hreyfast þau auðveldlega með vindi og sverfa nýgræðing fremur en önnur jarðvegs- efni á yfirborði. Neðan við A-lagið er lag (B-lag) með meiru af lífrænum efnum og myndar það betra umhverfi fyrir rætur en yfirborðslagið. Þetta lag er mjög misþykkt, frá 2 cm og allt upp í 40 cm þykkt. Jarðvegurinn er grófur og hefur nær enga samkorna byggingu, og því laus í sér og auðmulinn. Þá eru korn jarð- vegsefna það stór að þeim er hætt við vindrofi og þau valda áfoki og svörfun á gróðri. Yfirborðslagið þornar trú- lega fljótt vegna þess hve það er gróft. Hlutfallslega mikið er af katjónum, sérstaklega þegar þess er gætt hve jarðvegurinn er grófur og hve lítið er af lífrænum efnum í honum. Framboð á katjónum er væntanlega nóg til að styðja landnám gróðurs, en kalískort- ur getur hugsanlega gert vart við sig ef N-P áburður er notaður við land- græðslu. Kolefnisinnihald var lágt, eða á bilinu 0,6-1,0%. Lífræn efni í jarðvegi geta því lítið stutt við gróður sem nemur land. Utskolun er senni- lega ör vegna þess hve grófur jarðveg- urinn er. Næringarefni sem er í lausn, t.d. nítrat og súlfat, skolast auðveld- lega úr honum jafnóðum og þau losna úr lífrænum efnasamböndum og verða nýtanleg. Plöntur, sem nema land á 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.