Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 57
svæði í heiminum, þar sem úrkoma er á annað borð nóg, sem gróa ekki upp á jafnlöngum tíma og hér um ræðir. Áreyrar Alaska og í norðurhluta Kanada eru víða illa grónar og gætir flutnings á seti frá áreyrunum inn á svæðin umhverfis. Rickert og Tedrow (1967) greindu frá rannsóknum á áfoksjarðvegi í nágrenni Meade árinn- ar í norðurhluta Alaska. Svæðið næst ánni einkennist af sandöldum og áfoki yfir gróðurlendið. Kornastærð og efnaeiginleikar líkist því sem er í jarð- vegi á örfoka landi hér á landi, nema yfirborðslagið hefur að öllu jöfnu hærra lífrænt innihald en lögin neðan við yfirborðið. Jarðvegur á örfoka landi á íslandi hefur einnig ýmis ein- kenni jarðvegs sem er norðan túndr- unnar á norðurhveli jarðar og jarð- vegs sem finnst á Suðurskautslandinu og er þá einkum átt við svipaða gróð- urhulu, kornastærð og lágt innihald lífrænna efna. Þessi svæði hafa verið nefnd heimskautaeyðimerkur á norð- urhveli jarðar (“Polar Deserts" sbr. Tedrow 1966) en kaldeyðimerkur á Suðurskautslandinu (“Cold Deserts“ sbr. Bockheim 1980). Jarðvegur á þessum svæðum er mjög grófur og er þakinn möl og hnullungum á yfirborði (“desert pavement“) sem svipar að mörgu leyti til yfirborðslaganna sem lýst var hér á undan. Jarðvegur þess- ara heimskautasvæða er þó frosinn allt árið, en mislangt er niður á frost. Öfugt við íslenskar aðstæður, þá er mjög lítil úrkoma á þessum svæðum og segja má að jarðveginum megi stundum lýsa sem frostþurrkuðum (“dry permafrost" sbr. Bockheim 1980, Ugolini og Anderson 1973). Þessi jarðvegur er á tíðum mjög saltur og mjög basískur öfugt við íslenskan jarðveg sem yfirleitt hefur lægra sýru- stig en 7. SAMANTEKT OG ÁLYKTANIR Hér hefur verið reynt að lýsa jarð- vegi á ógrónu landi á Islandi. Melar eru langvíðlendastir og voru rann- sóknirnar að mestu bundnar við þá. Berggrunnur athugunarstaðanna var ýmist jökulurð eða jökulvatnsset. Dæmigert snið í örfoka mel er sýnt á 2. mynd. Efst er um 2-10 cm þykkt, gróft yfirborðslag (A-lag), sem er snautt af lífrænum efnum. Þar sem Heklulögin H3 og H4 eru þykk og gróf í móajarðvegi gætir þeirra mikið í yfirborðslagi á örfoka landi. Hreyfast þau auðveldlega með vindi og sverfa nýgræðing fremur en önnur jarðvegs- efni á yfirborði. Neðan við A-lagið er lag (B-lag) með meiru af lífrænum efnum og myndar það betra umhverfi fyrir rætur en yfirborðslagið. Þetta lag er mjög misþykkt, frá 2 cm og allt upp í 40 cm þykkt. Jarðvegurinn er grófur og hefur nær enga samkorna byggingu, og því laus í sér og auðmulinn. Þá eru korn jarð- vegsefna það stór að þeim er hætt við vindrofi og þau valda áfoki og svörfun á gróðri. Yfirborðslagið þornar trú- lega fljótt vegna þess hve það er gróft. Hlutfallslega mikið er af katjónum, sérstaklega þegar þess er gætt hve jarðvegurinn er grófur og hve lítið er af lífrænum efnum í honum. Framboð á katjónum er væntanlega nóg til að styðja landnám gróðurs, en kalískort- ur getur hugsanlega gert vart við sig ef N-P áburður er notaður við land- græðslu. Kolefnisinnihald var lágt, eða á bilinu 0,6-1,0%. Lífræn efni í jarðvegi geta því lítið stutt við gróður sem nemur land. Utskolun er senni- lega ör vegna þess hve grófur jarðveg- urinn er. Næringarefni sem er í lausn, t.d. nítrat og súlfat, skolast auðveld- lega úr honum jafnóðum og þau losna úr lífrænum efnasamböndum og verða nýtanleg. Plöntur, sem nema land á 111

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.