Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 11
þegar fjörumörk í 28 m y.s. mynduð-
ust austan í Viðborðsfjalli.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst
ekki að finna sjávarborðsmenjar í
60 m y.s. við Viðborðsfjall eða
mynni Laxárdals og Bergárdals en í
þeirri hæð eru fjörumörk á jarðfræði-
korti Helga Torfasonar (1985). Jón
Jónsson (1957) ákvarðaði hæð efstu
fjörumarka í Laxárdal 41,5 m y.s. og
eru þau því 3-4 m lægri í mælingum
hans en okkar.
Lón
Svæðið takmarkast að sunnan af
Vestur-Horni og að norðan af Sel-
löndum, sunnan Alftafjarðar. Frá
Papafirði og að Jökulsá í Lóni er hæð
efstu fjörumarka á bilinu 35-40 m y.s,
hæst syðst en lægst í mynni Gjádals.
Frá Jökulsá og austur að Austur-
Horni er hæð efstu fjörumarka á bil-
inu 48-52 m y.s. Þetta eru um það bil
sömu hæðir og Þorvaldur Thoroddsen
(1905-06) og Jón Jónsson (1957)
nefna, en um 10 m hærri en Árni
Hjartarson o. fl. (1981) geta um norð-
an Jökulsár. Fjörumörk í 60 m y.s.
(Helgi Torfason 1985) fundust ekki í
Lóni.
Marktækur munur er á hæð fjöru-
marka sunnan og norðan Jökulsár og
er hann skýrður á sama hátt og í
Hornafirði, þ.e. að jöklar hafi náð út
úr mynni dalanna og í sjó fram sunnan
Jökulsár og út undir Brekku í núver-
andi farvegi árinnar. Norðan Jökulsár
og austur að Austur-Horni var þessu
öðruvísi farið. Jöklar í Bæjardal,
Reyðarárdal, Össurárdal og sunnan í
Lónsheiði náðu á þeim tíma út undir
mynni dalanna. Fjörumörk mynduðst
milli dalanna og setlög hlóðust upp
framan við jöklana. Hæð þessara
fjörumarka er um 50 m y.s.
Norðan Austur-Horns; í Hvaldal,
Mælifellsdal og við Fauská, er hæð
efstu fjörumarka 42 m, 50 m og
42 m y.s. Þetta sýnir, að þegar sjáv-
arborð stóð um 50 m ofan við núver-
andi sjávarmál í norðurhluta Lóns,
náðu jöklar út úr mynni Hvaldals og
dalsins við Fauská en aðeins út undir
mynni Mælifellsdals. Framan við jök-
ulinn í Mælifellsdal mynduðust setlög
í sjó en ofan á þeim er um 6 m þykkur
jökulruðningur. Setlögin ná upp í um
50 m y.s. en jökulruðningurinn í um
56 m y.s.
Síðar, þegar sjávarborð hafði lækk-
að um 11 m, mynduðust efstu fjöru-
mörk sunnan Jökulsár og í Hvaldal og
við Fauská. Það bendir ótvírætt til
þess, að jöklar höfðu hörfað þegar
lægri fjörumörkin mynduðust.
Álftafjörður
í ytri hluta Álftafjarðar milli
Þvottár og Starmýrar að sunnan og á
Melrakkanesi að norðan er hæð efstu
fjörumarka 38 m y.s. en fer vaxandi
til vesturs og er orðin 46 m y.s. inni
undir fjarðarbotni. I mynni Hofs-
dals og Geithellnadals er hæð efstu
fjörumarka aftur á móti í urn 30 m
y.s.
Sú mikla breyting sem verður á hæð
efstu fjörumarka inn með Álftafirði
(úr 38 m í 46 m y.s.) er alls ekki
óeðlileg. Það verður ljóst, þegar hæð
efstu fjörumarka er varpað á lóðrétt
plan samhliða stefnu Hofsdals og
Geithellnadals, að hæð fjörumarka fer
vaxandi inn með firðinum. Það endur-
speglar meiri bælingu landsins undan
fargi jöklanna vegna meiri jökul-
þykktar inn til landsins.
Hæð efstu fjörumarka innan við
botn fjarðarins er um 15 m lægri en
skammt þar utan við. Þessi rnunur
verður best skýrður á þann veg, að
þegar efri fjörumörkin mynduðust
náðu jöklar út úr mynni Hofsdals og
Geithellnadals. Þegar þessir jöklar
65