Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 11
þegar fjörumörk í 28 m y.s. mynduð- ust austan í Viðborðsfjalli. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að finna sjávarborðsmenjar í 60 m y.s. við Viðborðsfjall eða mynni Laxárdals og Bergárdals en í þeirri hæð eru fjörumörk á jarðfræði- korti Helga Torfasonar (1985). Jón Jónsson (1957) ákvarðaði hæð efstu fjörumarka í Laxárdal 41,5 m y.s. og eru þau því 3-4 m lægri í mælingum hans en okkar. Lón Svæðið takmarkast að sunnan af Vestur-Horni og að norðan af Sel- löndum, sunnan Alftafjarðar. Frá Papafirði og að Jökulsá í Lóni er hæð efstu fjörumarka á bilinu 35-40 m y.s, hæst syðst en lægst í mynni Gjádals. Frá Jökulsá og austur að Austur- Horni er hæð efstu fjörumarka á bil- inu 48-52 m y.s. Þetta eru um það bil sömu hæðir og Þorvaldur Thoroddsen (1905-06) og Jón Jónsson (1957) nefna, en um 10 m hærri en Árni Hjartarson o. fl. (1981) geta um norð- an Jökulsár. Fjörumörk í 60 m y.s. (Helgi Torfason 1985) fundust ekki í Lóni. Marktækur munur er á hæð fjöru- marka sunnan og norðan Jökulsár og er hann skýrður á sama hátt og í Hornafirði, þ.e. að jöklar hafi náð út úr mynni dalanna og í sjó fram sunnan Jökulsár og út undir Brekku í núver- andi farvegi árinnar. Norðan Jökulsár og austur að Austur-Horni var þessu öðruvísi farið. Jöklar í Bæjardal, Reyðarárdal, Össurárdal og sunnan í Lónsheiði náðu á þeim tíma út undir mynni dalanna. Fjörumörk mynduðst milli dalanna og setlög hlóðust upp framan við jöklana. Hæð þessara fjörumarka er um 50 m y.s. Norðan Austur-Horns; í Hvaldal, Mælifellsdal og við Fauská, er hæð efstu fjörumarka 42 m, 50 m og 42 m y.s. Þetta sýnir, að þegar sjáv- arborð stóð um 50 m ofan við núver- andi sjávarmál í norðurhluta Lóns, náðu jöklar út úr mynni Hvaldals og dalsins við Fauská en aðeins út undir mynni Mælifellsdals. Framan við jök- ulinn í Mælifellsdal mynduðust setlög í sjó en ofan á þeim er um 6 m þykkur jökulruðningur. Setlögin ná upp í um 50 m y.s. en jökulruðningurinn í um 56 m y.s. Síðar, þegar sjávarborð hafði lækk- að um 11 m, mynduðust efstu fjöru- mörk sunnan Jökulsár og í Hvaldal og við Fauská. Það bendir ótvírætt til þess, að jöklar höfðu hörfað þegar lægri fjörumörkin mynduðust. Álftafjörður í ytri hluta Álftafjarðar milli Þvottár og Starmýrar að sunnan og á Melrakkanesi að norðan er hæð efstu fjörumarka 38 m y.s. en fer vaxandi til vesturs og er orðin 46 m y.s. inni undir fjarðarbotni. I mynni Hofs- dals og Geithellnadals er hæð efstu fjörumarka aftur á móti í urn 30 m y.s. Sú mikla breyting sem verður á hæð efstu fjörumarka inn með Álftafirði (úr 38 m í 46 m y.s.) er alls ekki óeðlileg. Það verður ljóst, þegar hæð efstu fjörumarka er varpað á lóðrétt plan samhliða stefnu Hofsdals og Geithellnadals, að hæð fjörumarka fer vaxandi inn með firðinum. Það endur- speglar meiri bælingu landsins undan fargi jöklanna vegna meiri jökul- þykktar inn til landsins. Hæð efstu fjörumarka innan við botn fjarðarins er um 15 m lægri en skammt þar utan við. Þessi rnunur verður best skýrður á þann veg, að þegar efri fjörumörkin mynduðust náðu jöklar út úr mynni Hofsdals og Geithellnadals. Þegar þessir jöklar 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.