Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 10
ræða. Þetta verður ljóst með saman- burði við hæð annarra fjörumarka í nágrenni þessara staða. Hin lægri og staðbundnu fjörumörk eru ýmist uppi undir skriðum eða klettabeltum, sem bendir til þess að hærri (efstu) fjöru- mörk eru nú annað hvort grafin undir skriðum eða þau náðu ekki að mynd- ast. Neðan við efstu fjörumörk eru um- merki lægri og jafnframt yngri sjávar- stöðu. Þessi lægri fjörumörk, sem yfir- leitt eru ógreinilegri, vitna um afflæði sjávar frá efstu fjörumörkum. Ekki var þetta afflæði jafnt og stöðugt því að greinileg lægri fjörumörk eru til dæmis í 27 m y.s. í Breiðdal, 35 m y.s. í Fáskrúðsfirði og 41 m y.s. í Reyðar- firði. Þrátt fyrir að mælipunktar fjöru- marka séu ekki jafnt dreifðir um rann- sóknarsvæðið hafa fengist áreiðanleg- ar og mikilsverðar upplýsingar um hæð efstu fjörumarka á Austfjörðum. Hæð fjörumarka var mæld á 168 stöð- um (4. mynd), og reyndist hún vera á bilinu 13-57 m y.s. Flestir mæli- punktanna eða 68 % eru á bilinu 30- 47 m y.s, en meðalhæð allra mældra fjörumarka á Austfjörðum er 38 m y.s. Dreifing mæliniðurstaðna á 4. mynd er ekki algerlega jöfn og sýna einstakir toppar í ferli myndar- innar að ákveðnar hæðir fjörumarka eru algengari en aðrar. Hæð efstu fjörumarka er nokkuð breytileg frá einu svæði til annars. A öllum svæðunum eru gefnar upp tvær eða þrjár hæðir efstu fjörumarka. Mis- munur þessara hæða táknar afflæði sjávar um það leyti er jöklar hörfuðu inn firðina frá ystu jökulgörðunum. Hærri talan sýnir hæð fjörumarka ut- an við jökulgarðana en sú lægri hæð fjörumarka innan við þá. A 1. mynd eru merktir jökulgarðar sem máli skipta og tengdir eru afflæði sjávar og hörfun jökla á Austfjörðum. Jökulgarðarnir sýna að sporður skrið- jöklanna var kyrrstæður um nokkurt skeið á þeim tíma er garðarnir mynd- uðust. Ekki er eingöngu stuðst við eiginlega endagarða þegar lega jökl- anna er ákvörðuð, heldur einnig við landform sem hafa myndast nærri eða í tengslum við sporð þeirra. Landform af þessu tagi eru til dæmis jaðargarð- ar, jaðarhjallar og jaðarrásir. Önnur og mikilvæg rök fyrir legu jökla er skyndileg og greinileg lækkun á hæð efstu fjörumarka innan tiltölulega lít- ils svæðis. NIÐURSTÖÐUR Eins og fram kemur hér að ofan er hæð efstu fjörumarka á Austfjörðum nokkuð breytileg, bæði milli einstakra fjarða svo og í hverjum firði. Hæðar- munur efstu fjörumarka í fjörðunum er tengdur útbreiðslu og hörfun skrið- jöklanna, enda er hæðarmunurinn greinilegastur við jökulgarðana. Vegna þessa mismunar verða allar niðurstöður bæði skýrari og aðgengi- legri, þegar fjallað er sérstaklega um hæð fjörumarka og útbreiðslu jökla í hverjum firði fyrir sig. Hornafjörður Fjörumörk undir Viðborðsfjalli eru í 28 m y.s. en í 45 m y.s. í mynni Laxárdals og Bergárdals. Þrátt fyrir að enginn forn jökulgarður hafi fund- ist á þessu svæði liggur beinast við að ætla, að nokkur aldursmunur sé á sjávarborðsmenjum austan og vestan Hornafjarðar. Þessi hæðar- og aldurs- munur efstu fjörumarka verður best skýrður á þann veg, að við myndun þeirra efri hafi jökull náð suður með Viðborðsfjalli og út í Hornafjörð. Samfara hörfun þessa jökuls lækkaði sjávarborð og hafði fallið um 17 m 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.