Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 43
Mikael Jeppson Nýr físisveppur (Lycoperdon lividum) S fundinn á Islandi (Islenskir belgsveppir VII) INNGANGUR Lycoperdon lividum Pers. (sam- nefni: L. spadiceum Pers.) er belg- sveppur, sem vex á þurrum, sólríkum stöðum, með fremur lútkenndum jarðvegi, um alla Evrópu. Hann ein- kennist af hnatt-perulaga aldinum með kornóttu eða vörtóttu yfirborði. Hann fannst fyrst á Islandi sumarið 1984 við Skjöldólfsstaði á Jökuldal. Hér fylgir stutt lýsing á íslensku sýn- unum og umræða um kjörlendi og út- breiðslu sveppsins. Um nánari lýsingu á físisveppum vísast til greinar Helga Hallgrímssonar: „Físisveppir“, 1972. Tegundin hefur enn ekki hlotið nafn á íslensku, en geta má þess, að „lividus“ merkir fölblár eða grár en „spadiceus“ mun dregið af latneska orðinu „spa- dix“, sem merkir heslihnot, og höfðar til ljósbrúns litar. LÝSING Lycoperdon lividum Pers. Skjöldólfsstaðir á Jökuldal, N. Múl., 21. 7. 1984 MJ-1610. í vegarkanti/ skurðbakka, með sand- og malar- blönduðum jarðvegi. Safnað af Mika- el Jeppson og Mikael Bohlin. Aldinið perulaga, 1,5-3,0 sm í þver- mál, 2-4 sm á hæð, opnast með topp- stæðu gati (1. mynd, A). Þroskuð ald- in gulbrún-brún á litinn. Útbyrðan (exoperidium) myndar þá brún korn eða vörtur hér og þar, með íblandi af örlitlum (0,1-0,5 mm) hvítum kristöll- um. Innbyrðan (endoperidium) gul- brún. Gróduftið brúnt. Undirgleypan (subgleba) með fíngerðum hólfum, brúnfjólublá. Gróin hnöttótt (3,5^4,5 pm) með fíngerðum vörtum eða broddum (1. mynd, B). Kapilluþræðir (kapillitium) gulbrúnir, brothættir, með meðal- þykkum veggjum sem eru með götum hér og þar (1. mynd, C). Þverveggir sjást ekki í þeim. Gróhalaleyfar sjást heldur ekki. Sefnan inniheldur 5 aldin, og er út- lit þeirra dæmigert, miðað við eintök frá Skandinavíu. Aðaleintak er geymt í Náttúrugripasafninu á Akureyri, en tvítak í safni höfundar (MJ) í Troll- hattan, Svíþjóð. KJÖRLENDI OG ÚTBREIÐSLA Eins og fram hefur komið, er fund- arstaður L. lividum á Austurlandi. Hann fannst í skurðbakka við þjóð- veginn milli Skjöldólfsstaða og Gilsár- Náttúrufræöingurinn 58 (2), bls. 97-100, 1988. 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.