Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 43
Mikael Jeppson Nýr físisveppur (Lycoperdon lividum) S fundinn á Islandi (Islenskir belgsveppir VII) INNGANGUR Lycoperdon lividum Pers. (sam- nefni: L. spadiceum Pers.) er belg- sveppur, sem vex á þurrum, sólríkum stöðum, með fremur lútkenndum jarðvegi, um alla Evrópu. Hann ein- kennist af hnatt-perulaga aldinum með kornóttu eða vörtóttu yfirborði. Hann fannst fyrst á Islandi sumarið 1984 við Skjöldólfsstaði á Jökuldal. Hér fylgir stutt lýsing á íslensku sýn- unum og umræða um kjörlendi og út- breiðslu sveppsins. Um nánari lýsingu á físisveppum vísast til greinar Helga Hallgrímssonar: „Físisveppir“, 1972. Tegundin hefur enn ekki hlotið nafn á íslensku, en geta má þess, að „lividus“ merkir fölblár eða grár en „spadiceus“ mun dregið af latneska orðinu „spa- dix“, sem merkir heslihnot, og höfðar til ljósbrúns litar. LÝSING Lycoperdon lividum Pers. Skjöldólfsstaðir á Jökuldal, N. Múl., 21. 7. 1984 MJ-1610. í vegarkanti/ skurðbakka, með sand- og malar- blönduðum jarðvegi. Safnað af Mika- el Jeppson og Mikael Bohlin. Aldinið perulaga, 1,5-3,0 sm í þver- mál, 2-4 sm á hæð, opnast með topp- stæðu gati (1. mynd, A). Þroskuð ald- in gulbrún-brún á litinn. Útbyrðan (exoperidium) myndar þá brún korn eða vörtur hér og þar, með íblandi af örlitlum (0,1-0,5 mm) hvítum kristöll- um. Innbyrðan (endoperidium) gul- brún. Gróduftið brúnt. Undirgleypan (subgleba) með fíngerðum hólfum, brúnfjólublá. Gróin hnöttótt (3,5^4,5 pm) með fíngerðum vörtum eða broddum (1. mynd, B). Kapilluþræðir (kapillitium) gulbrúnir, brothættir, með meðal- þykkum veggjum sem eru með götum hér og þar (1. mynd, C). Þverveggir sjást ekki í þeim. Gróhalaleyfar sjást heldur ekki. Sefnan inniheldur 5 aldin, og er út- lit þeirra dæmigert, miðað við eintök frá Skandinavíu. Aðaleintak er geymt í Náttúrugripasafninu á Akureyri, en tvítak í safni höfundar (MJ) í Troll- hattan, Svíþjóð. KJÖRLENDI OG ÚTBREIÐSLA Eins og fram hefur komið, er fund- arstaður L. lividum á Austurlandi. Hann fannst í skurðbakka við þjóð- veginn milli Skjöldólfsstaða og Gilsár- Náttúrufræöingurinn 58 (2), bls. 97-100, 1988. 97

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.