Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 58

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 58
örfoka landi, eiga því erfitt uppdráttar vegna skorts á næringarefnum, eink- um nitri, en líklega einnig brennisteini og fleiri efnum. Lítið virðist af spírun- arhæfu fræi í jarðveginum. Megintilgangur landgræðslu á ör- foka landi er að mynda lífrænt yfir- borðslag til að koma á hringrás líf- rænna efna, minnka uppþurrkun, stöðva áfok og tempra útskolun. Einnig myndast vist fyrir dýr, t.a.m. fugla, sem flytja fræ inn á svæðin. Ef of mikil sina myndast verður hugsan- lega skortur á nýtanlegu nitri, sem er bundið í sinunni (Tisdale og Nelson 1975). Þá eiga innlendar plöntur erfitt uppdráttar í samkeppni við sáðgresi ef stöðugt er borið á. Örfoka land á íslandi er um margt einstakt þegar leitað er til annarra svæða á jörðinni til samanburðar. Fara verður til jaðars gróðurlendis á heimskautasvæðum eða eyðimerkur- svæða til að finna hliðstæður hvað varðar gróðurleysi og lágt lífrænt inni- hald jarðvegsins. A þessum svæðum takmarkar úrkomuleysi þó oftast þrif gróðurs, öfugt við ísland, þótt hitastig hafi vitaskuld áhrif líka. Gróður nem- ur yfirleitt land á nokkrum árum eða áratugum, bæði í tempraða beltinu og einnig t.a.m. innan gróðurbeltis heimskautasvæða (t.d. Viereck 1970). Það eru vafalaust margir þættir sem hamla náttúrulegri uppgræðslu (sjá Ólaf Arnalds o.fl. 1987). Stöðug beit á örfoka landi hefur ugglaust hamlað endurgræðslu á stórum svæðum. Frosthreyfing, myndun ísnála á yfir- borði og áfok geta komið í veg fyrir að ungar plöntur komist á legg og skaðað hinar eldri. Tímabundin of- þornun yfirborðslagsins er algeng. Skortur er á fræjum í örfoka landi og má ætla að rofabörð séu einkar mikil- vægir fræbankar. Umsetning lífrænna efna í jarðveginum er hæg og lítið er af mörgum mikilvægum næringarefn- um í yfirborðslögum örfoka lands. Þá verður útskolun næringarefna ör í grófum jarðvegi melanna. Allir þessir þættir og eflaust fleiri leggjast á eitt við að hamla endurheimt gróðurlendis á Islandi. Orðaskrá auðmulinn - friable blendinn (jarðvegur) - loam bygging - structure flokkur - class gerð - type greinanleg (lagmót) - gradual (bound- ary) heil (bygging) - massive (structure) jónrýmd - cation exchange capacity kornótt (bygging) - granular (struct- ure) samkorn - aggregates samloðun - consistence sandblendinn (jarðvegur) - loamy sand sérkorna - single grain stökkhreyfing - saltation stökk (samloðun) - soft consistence örform - micromorphology ÞAKKIR Höfundur vill færa Ásu L. Aradóttur þakkir fyrir ómetanlega aðstoð á öllum stigum rannsóknanna. Þá er Friðriki Pálmasyni, Ingva Þorsteinssyni, starfs- mönnum Jarðvegsdeildar, Gróðurnýting- ardeildar og efnarannsóknarstofu RALA þökkuð aðstoð og samvinna. Rannsókn- irnar voru styrktar af Vísindasjóði og Landsvirkjun og kann höfundur þeim bestu þakkir fyrir. 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.