Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 58

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 58
örfoka landi, eiga því erfitt uppdráttar vegna skorts á næringarefnum, eink- um nitri, en líklega einnig brennisteini og fleiri efnum. Lítið virðist af spírun- arhæfu fræi í jarðveginum. Megintilgangur landgræðslu á ör- foka landi er að mynda lífrænt yfir- borðslag til að koma á hringrás líf- rænna efna, minnka uppþurrkun, stöðva áfok og tempra útskolun. Einnig myndast vist fyrir dýr, t.a.m. fugla, sem flytja fræ inn á svæðin. Ef of mikil sina myndast verður hugsan- lega skortur á nýtanlegu nitri, sem er bundið í sinunni (Tisdale og Nelson 1975). Þá eiga innlendar plöntur erfitt uppdráttar í samkeppni við sáðgresi ef stöðugt er borið á. Örfoka land á íslandi er um margt einstakt þegar leitað er til annarra svæða á jörðinni til samanburðar. Fara verður til jaðars gróðurlendis á heimskautasvæðum eða eyðimerkur- svæða til að finna hliðstæður hvað varðar gróðurleysi og lágt lífrænt inni- hald jarðvegsins. A þessum svæðum takmarkar úrkomuleysi þó oftast þrif gróðurs, öfugt við ísland, þótt hitastig hafi vitaskuld áhrif líka. Gróður nem- ur yfirleitt land á nokkrum árum eða áratugum, bæði í tempraða beltinu og einnig t.a.m. innan gróðurbeltis heimskautasvæða (t.d. Viereck 1970). Það eru vafalaust margir þættir sem hamla náttúrulegri uppgræðslu (sjá Ólaf Arnalds o.fl. 1987). Stöðug beit á örfoka landi hefur ugglaust hamlað endurgræðslu á stórum svæðum. Frosthreyfing, myndun ísnála á yfir- borði og áfok geta komið í veg fyrir að ungar plöntur komist á legg og skaðað hinar eldri. Tímabundin of- þornun yfirborðslagsins er algeng. Skortur er á fræjum í örfoka landi og má ætla að rofabörð séu einkar mikil- vægir fræbankar. Umsetning lífrænna efna í jarðveginum er hæg og lítið er af mörgum mikilvægum næringarefn- um í yfirborðslögum örfoka lands. Þá verður útskolun næringarefna ör í grófum jarðvegi melanna. Allir þessir þættir og eflaust fleiri leggjast á eitt við að hamla endurheimt gróðurlendis á Islandi. Orðaskrá auðmulinn - friable blendinn (jarðvegur) - loam bygging - structure flokkur - class gerð - type greinanleg (lagmót) - gradual (bound- ary) heil (bygging) - massive (structure) jónrýmd - cation exchange capacity kornótt (bygging) - granular (struct- ure) samkorn - aggregates samloðun - consistence sandblendinn (jarðvegur) - loamy sand sérkorna - single grain stökkhreyfing - saltation stökk (samloðun) - soft consistence örform - micromorphology ÞAKKIR Höfundur vill færa Ásu L. Aradóttur þakkir fyrir ómetanlega aðstoð á öllum stigum rannsóknanna. Þá er Friðriki Pálmasyni, Ingva Þorsteinssyni, starfs- mönnum Jarðvegsdeildar, Gróðurnýting- ardeildar og efnarannsóknarstofu RALA þökkuð aðstoð og samvinna. Rannsókn- irnar voru styrktar af Vísindasjóði og Landsvirkjun og kann höfundur þeim bestu þakkir fyrir. 112

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.