Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 48

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 48
græðslutilraunir á virkjanasvæði Blöndu var gerð tilraun til að flokka ógróið land eftir yfirborðsgerð (Hall- dór Þorgeirsson o.fl. 1982). Eingöngu var stuðst við kornastærð yfirborðs- lagsins og því skipt í þrjá flokka. Melar þekja stærsta hluta ógróins lands á íslandi. Meðfylgjandi kort (1. mynd) sýnir útbreiðslu helstu land- gerða á ógrónu landi. Við gerð kortsins var ógrónu landi skipt í eftir- talda flokka: mela, sanda, hraun og vikra; en áreyrar og skriður eru ekki það útbreiddar að hægt sé að sýna á korti í þessum mælikvarða. Kortið er að miklu leyti byggt á jarðvegs- korti Atvinnudeildar Háskólans og Nygard (1959) en einnig er stuðst við gróðurkort Rannsóknastofnunar land- búnaðarins og eigin athuganir. Kortið er ónákvæmt og oft er óljóst hvar ber að draga mörkin á milli flokk- anna, en það gefur þó allskýra heild- armynd af útbreiðslu helstu yfirborðs- gerða. Að dæmi Atvinnudeildar og Ny- gard er fjalllendi undanskilið á kort- inu, en mjög orkar tvímælis hvar ber að draga mörkin á milli mela og fjall- lendis, ekki síst á Vestur- og Norður- landi. Melar þekja líklega yfir 30% landsins alls, áreyrar, skriður, vikrar og sandar þekja um 10% landsins, en hraun um 8% (byggt á Birni Jóhann- essyni 1960). AÐFERÐIR Athuganirnar, sem hér er lýst, beindust að svæðum þar sem yfirborð- ið telst til mela. Melar eru víðáttu- mestir ógróins lands og ætla má að stærsti hluti þeirra hafi verið gróinn um landnám. Fleiri landgerðir voru rannsakaðar, en ekki verður vikið að þeim niðurstöðum hér. Alls voru at- huguð 15 jarðvegssnið á 7 stöðum á landinu þar sem sýni voru tekin og þau greind. Mun fleiri sniðum var lýst. Staðirnir eru: 1. snið: Vífilsstaðir, austan Garðabæj- ar, Gullbringusýslu. 2. snið: Svartárkot, skammt norðan Þingvallaþjóðgarðsins, Arnessýslu. 3. snið: Skógaheiði, ofan Skóga, Rangárvallasýslu. 4. snið: Skaftártungur, skammt sunn- an við Eldgjá, Vestur-Skaftafellssýslu. 5. -8. snið: Sandá, innan landgræðslu- girðingarinnar á Biskupstungnaafrétti, Arnessýslu. 9.-10. snið: Auðkúluheiði, Austur- Húnavatnssýslu. 11.-15. snið: Eyvindarstaðaheiði, Austur-Húnavatnssýslu. Þekja gróðurs á yfirborði athugun- arstaðanna var á milli 1-5% á þeim stöðum þar sem uppgræðsla eða sjálf- græðsla hefur ekki átt sér stað, en um 70% við Vífilsstaði og hærri á upp- græddum svæðum við Sandá og á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðum. Fram til þessa hefur ekki verið sam- ræmd íslensk aðferð til að lýsa jarð- vegssniðum. Erlendar aðferðir henta um margt illa til að gefa íslenskum jarðvegslögum nafn, t.d. getur oft orkað tvímælis hvaða lög ber að telja grafin lög („buried horizon“) og ösku- lög setja mjög svip sinn á íslenskan jarðveg, en yfirleitt er ekki gert ráð fyrir öskulögum í erlendum flokkun- arkerfum. Við þær athuganir, sem hér er greint frá, var notuð nálgun við nýju bandarísku lagskiptinguna (U.S. Soil Survey Staff 1975, Birkeland 1984). í bandaríska kerfinu, sem og í flestum öðrum kerfum, er bókstafur- inn A notaður um yfirborðslög en B um lög neðan yfirborðs en ofan lags sem myndar mót jarðvegs og berg- grunns (C-lag). Til að jarðvegsflötur eða lag geti talist vera B-lag, þarf þar að vera leir sem flust hefur úr A lög- um eða sýna önnur ummerki jarðvegs- 102
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.