Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 20
Samtímis leysingu meginjökulsins hækkaöi sjávarborð og varö hæð þess um 53 m y.s. viö jökulgarða Fá- skrúðsfjarðarstigs í Norðfirði, Reyð- arfirði og Fáskrúðsfirði. Þetta er hæsta staða sjávarborðs á Austfjörð- um frá síðjökultíma. í utanverðum nærliggjandi fjörðum eru efstu fjöru- mörk yngri og aðeins í rúmlega 40 m y.s. Fláfjöllin og múlar við Norðfjörð, Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð stóðu upp úr jökulbreiðunni, en í dölum og fjörðum milli þeirra náðu skriðjöklar út fyrir núverandi strönd. Sama máli gengdi um svæðið sunnan Stöðvar- fjarðar, nema að jökullaus svæði voru þar mun minni vegna meiri þykktar meginjökulsins, sem er skýrð með ná- lægð meginísaskila. Landið milli skriðjöklanna í Fáskrúðsfirði, Reyðar- firði og Norðfirði var þó ekki án jökla, því að fullvíst má telja að þar hafi á þessum tíma verið skálarjöklar og minniháttar daljöklar. Þessir jöklar náðu niður undir sjávarmál í Fá- skrúðsfirði og Reyðarfirði og líklega einnig í Hellisfirði, Viðfirði og Vaðla- vík milli Reyðarfjarðar og Norðfjarð- ar (9. mynd) og sameinuðust víða megindal- eða skriðjöklum. Breiðdalsstig Eftir myndun jökulgarða Fáskrúðs- fjarðarstigs hlýnaði loftslag og skrið- jöklarnir hörfuðu inn Norðfjörð, Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð. Sunn- an við þessa firði hörfaði brún megin- jökulsins inn fyrir núverandi strönd að minnsta kosti suður í Lón. A ný kóln- aði í veðri og brún skriðjöklanna varð um nokkurt skeið kyrrstæð eða gekk fram og jökulgarðar Breiðdalsstigsins mynduðust (10. mynd). Þegar jöklarnir hörfuðu frá jökul- görðum Fáskrúðsfjarðarstigs hafði sjávarborð lækkað um 12 m við jökulgarðana. Sjórinn fylgdi brún skriðjöklanna inn Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð, en sunnar fylgdi sjórinn brún meginjökulsins inn í fjarðarmynnin. Hæð efstu fjörumarka við jökulgarða Breiðdalsstigs er nokkuð mismunandi í fjörðum Aust- fjarða, á bilinu 39-59 m y.s. (10. mynd). í Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði eru ummerki jökulbrúnar frá þessum tíma all glögg í botni fjarðanna. í Eski- fjarðardal eru þessi ummerki einnig skýr, en í Norðfjarðardal eru þau ógreinileg. Það er sameiginlegt þess- um jökulgörðum, að þeir eru næstir innan við jökulgarða Fáskrúðsfjarðar- stigsins. Frá Fáskrúðsfirði og suður í Lón eru jökulgarðar Breiðdalsstigs ystu garðar í fjörðunum. Samkvæmt þessum niðurstöðum var brún megin- jökulsins þá komin inn fyrir núverandi strönd allt suður í Lón. Eins og fram kemur hér að ofan er hæð efstu fjörumarka við jökulgarða Breiðdalsstigs mismunandi, mest í botni Reyðarfjarðar (um 59 m y.s.) en minnst í botni Stöðvarfjarðar (um 39 m y.s.). Þessi mismunur stafar annars vegar af því hve stutt er á milli brúnar skriðjökla fjarðanna og megin- jökulsins vestan þeirra og hins vegar af mismunandi stærð (þykkt og lengd) skriðjöklanna. Þannig er hin mikla hæð efstu fjöru- marka í botni Reyðarfjarðar og Eski- fjarðar skýrð með mikilli nálægð meg- injökulsins og bælingar landsins af hans völdum. Daljökull án tengsla við meginjökulinn var á þessum tíma í Stöðvarfirði. Jökull þessi lá mun aust- ar en jöklarnir í Fáskrúðsfirði og í Breiðdal (10. mynd). Bæling lands í Stöðvarfirði var því minni og hæð efstu fjörumarka í botni fjarðarins er því aðeins um 39 m y.s. Þessu var svo öfugt farið í Berufirði, þar sem 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.