Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 3
Ritstjóraskipti Með þessu hefti Náttúrufræðingsins verða ritstjóraskipti á tímaritinu. Af störfum lætur Árni Einarsson, líffræð- ingur, sem gegnt hefur starfinu síðast- liðin þrjú ár. Stjórn félagsins og rit- stjórn þakkar honum samvinnuna og vel unnin störf í þágu ritsins. Rit- stjórnin er og hefur ætíð verið auka- starf og Árni hefur jafnframt ritstjórn- inni verið starfsmaður Náttúrurann- sóknastöðvarinnar við Mývatn með aðsetur á líffræðistofnun Háskólans og heldur hann því áfram. Við rit- stjórastarfinu tekur Páll Imsland, jarðfræðingur. Ritstjórn Náttúrufræðingsins hefur stækkað með tímanum og er nú skip- uð tólf mönnum. Tveir hafa óskað eft- ir að draga sig út úr ritstjórninni en einn er óvirkur vegna langdvala er- lendis. í þeirra stað koma nú nýir menn. Ritstjórn er skipuð mönnum með mjög breiða náttúrufræðilega menntun og sérhæfingu og er það gert til þess að reyna að tryggja fjölbreytni í efni tímaritsins, til samræmis við upphaflegt markmið útgáfunnar. Á kápusíðu fyrsta ritsins lýstu stofnend- ur þess, Guðmundur G. Bárðarson og Árni Friðriksson ásetningi sínum svo: „I tímariti þessu verða birtar smá- greinar, við alþýðu hæfi, um ýms efni í dýrafræði, grasafræði, jarðfræði, landafræði, eðlisfræði, efnafræði, stjörnufræði og öðrum greinum nátt- úrufræðinnar". Ritstjórnarstefna Náttúrufræðings- ins er í raun afar einföld og hefur ver- ið óbreytt frá því hann fyrst kom út fyrir 58 árum. Á kápunni utan um fyrstu örkina, sem út kom árið 1931, stóð undir titli ritsins: „alþýðlegt fræðslurit í náttúrufræði'b Síðan hefur þetta verið ritstjórnarstefna Náttúru- fræðingsins í hnotskurn. Þegar Her- mann Einarsson, fiskifræðingur lét af störfum ritstjóra og við tók Sigurður Pétursson, gerlafræðingur um áramót- in 1955 og 1956 var orðalagi ritstjórn- arstefnunnar breytt. Sú breyting var þó eins smá og hægt er að komast af með og lýsir eingöngu þeim málfars- legu áherslubreytingum sem verða með tímanum, en alls ekki breyttri áherslu á efnisinnihald ritsins. Eftir þetta varð ritsjórnarstefnan: „alþýð- legt fræðslurit um náttúrufræði". Við önnur ritstjóraskipti, árið 1976, er Sig- fús A. Schopka, fiskifræðingur lét af ritstjórn en við tók Kjartan Thors, jarðfræðingur, hvarf ritstjórnarstefnu- yfirlýsingin af framhlið kápunnar og færðist yfir á innhlið hennar og stóð þar með öðrum upplýsingum um ritið. Þannig hefur hún síðan verið birt les- endum. Á þessum 58 árum hefur ritstjórnar- stefnan verið óbreytt að innihaldi. Það má með sanni segja að hún sé ein- föld, en ekki verður samt séð að það hafi háð ritinu. Það verður vart dregin önnur ályktun af útgáfusögu ritsins en að þessi einfalda ritstjórnarstefna hafi reynst lýsa tilgangi útgáfunnar nægi- Náttúrufræðingurinn 58 (2), bls. 57-58, 1988. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.