Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 16

Náttúrufræðingurinn - 1988, Side 16
Innan við Sævarenda, gegnt Búðum við Fáskrúðsfjörð, er stór setlaga- hjalli. Niður með honum að austan er jökulgarður sem jökull úr Fleinsdal (innri) hefur myndað (Árni Hjartar- son o. fl. 1981). Þrjár hæðarmælingar voru gerðar á þessum hjalla; á yfir- borði hans (52 m y.s.) og í tvennum líklegum fjörumörkum (48 m og 30 m y.s.) neðan þess. Efri fjöru- mörkin (48 m) falla á aðfallslínu (tengilína á milli punkta á strandlínu) lægri fjörumarkanna í Fáskrúðsfirði (7. mynd). Hjallinn við Sævarenda er jaðarhjalli myndaður við jaðar jökuls sem skreið til austurs út fjörðinn og annars sem skreið til norðurs út Fleinsdal. Hæð yfirborðs hjallans (52 m y.s.) gefur allgóða hugmynd um þykkt fyrrnefnda jökulsins og einnig að brún hans lá um þver- an botn Fáskrúðsfjarðar þegar sjávarborð stóð þar um 48 m hærra en nú. Gegnt Sævarenda, upp og vestur af bænum Kirkjubóli, er greinilegur jað- argarður (Árni Hjartarson o. fl. 1981). Lega þessa garðs bendir til að hann sé myndaður af sama jökli og hjallinn við Sævarenda. Milli Kirkju- bóls og Búða liggur jökulgarður niður fjallshlíðina frá norðri til suðurs. Garðurinn hefur myndast við austur- jaðar jökuls sem skreið til suðurs út Hoffellsdal eða Kvosir (Árni Hjartar- son o. fl. 1981). Framrás þessa jökuls er eldri eða jafn gömul legu jökul- brúnar um þveran botn Fáskrúðs- fjarðar en ekki mun yngri eins og Arni Hjartarson o. fl. (1981) telja. Ef svo væri hefði jaðargarðurinn ekki varðveist eftir að jökull úr Hoffellsdal og Kvosum hafði gengið yfir hann. Beggja vegna í ysta hluta Daladals eru jaðarhjallar sem fara hækkandi til vesturs. í tengslum við þessa jaðar- hjalla er hólaröð, Gestsstaðahöfðar. Hún er hluti jökulgarðs sem sveigir þvert fyrir Daladal á móts við Gests- staði og Tungu (8. mynd). Þegar brún jökuls lá við þennan jökulgarð var sjávarborð í um 36 m y.s. og hafði fallið um 12 m frá þeim tíma er jökul- brúnin var á móts við Búðir og Sævar- enda (7. mynd). Reyðarfjörður-Eskifjörður Hæð efstu fjörumarka við utanverð- an Reyðarfjörð fer hækkandi úr 48 m í 53 m y.s. milli Kolmúla og Þernu- ness og eru um 10 m hærri en fjöru- mörk mæld af Árna Hjartarsyni o. fl. (1981). Frá Þernunesi og inn í botn Eskifjarðar og Reyðarfjarðar fer hæð lægri fjörumarka vaxandi úr 36 m í 59 m y.s. Neðan þessara fjörumarka, utan úr mynni fjarðarins og inn í botn Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, eru enn önnur sem fara hækkandi úr 29 m í 50 m y.s. Utbreiðsla og mynd- un ofangreindra fjörumarka í Reyð- arfirði og Eskifirði takmarkaðist af stærð (lengd) skriðjökuls í firðin- um. Þegar sjávarstaða var hæst (53 m) við utanverðan Reyðarfjörð að sunn- an lá jökulbrún um þveran fjörðinn á móts við Hrafnakamba. Á þessum stað er mikill jökulruðningur og vatns- rásir sem stefna út með firðinum. Að norðanverðu á móts við Hrafnakamba má sjá bæði jaðarrásir og jaðarhjalla sem fara lækkandi út fjörðinn. Þar ut- an við eru víðáttumiklir setlagahjallar sem mynduðust við hærri sjávarstöðu en nú er. Mesta hæð fjörumarka á hjöllunum er 41 m y.s. Líklegt má telja að hjallarnir séu myndaðir við framrás jökuls í Reyðarfirði, en fjöru- mörkin innan við nokkru seinna, þeg- ar sjávarborð hafði lækkað um 12 m frá efstu stöðu. Samtímis mestu fram- rás jökuls í Reyðarfirði hefur jökull skriðið út úr Breiðdal í Reyðarfirði 70

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.