Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 1988, Qupperneq 17
(Árni Hjartarson o. fl. 1981) og í sjó fram milli Þernuness og Hafraness á suðurströnd fjarðarins. Þegar skriðjökullinn í Reyðarfirði hörfaði frá Hrafnakömbum hafði sjáv- arborð lækkað um 12 m. Innar með firðinum við Ytriá að sunnan og Ut- stekk að norðan eru ummerki jökul- brúnar. Hér er um að ræða minnihátt- ar hörfunarstig jökuls í Reyðarfirði eða ummerki jökuls sem skreið út úr Eyrardal. Engar sýnilegar breytingar á stöðu sjávar eru tengdar þessari legu jöklanna. Innan við Geithúsaá í botni Reyð- arfjarðar er mikill setlagahjalli. Hann er myndaður við jökul sem lá þar um þveran dalinn og hefur jökullinn greinilega ekið seti hjallans til og af- lagað það (Árni Hjartarson o. fl. 1981). Á þessum tíma mynduðust fjörukambar ofan á hjallanum þegar sjávarborð stóð 59 m hærra en nú. Hjallinn austan við Búðará nær 54 m y.s. og myndaðist hann á sama tíma. Hjallinn vestan árinnar nær að- eins 45 m y.s. og hann myndaðist við yngri og lægri stöðu sjávar í Reyðar- firði. Hæð þessara hjalla er 5-15 m meiri en Árni Hjartarson o. fl. (1981) telja. Þegar jökull hörfaði frá hjallan- um við Geithúsaá hafði sjávarborð lækkað um 9 m. í mynni Fagradals eru jökulgarðar sem jökull úr Hjálp- leysudal hefur myndað (Árni Hjartar- son o. fl. 1981). Við Eskifjarðarsel í Eskifirði eru efstu fjörumörk í 56 m y.s. í Breiða- mel gegnt Eskifjarðarseli má sjá greinileg ummerki jökulbrúnar (Hreggviður Norðdahl 1984). Þar inn- an við eru fjörumörk í um 45 m y.s. og hafði sjávarborð því lækkað um 10 m þegar jökull hörfaði frá Breiða- mel og inn dalinn. Árni Hjartarson o. fl. (1981) telja efstu fjörumörk í Eskifirði vera í um 40 m y.s. Norðfjörður Hæð efstu fjörumarka í Norðfirði fer vaxandi úr 35 m í 49 m y.s. frá botni fjarðarins og inn að Kirkjubóli. Með allri norðurhlíð Norðfjarðardals má rekja slitrótt ummerki eftir jökul- jaðar. Þessi jökull náði lengst til aust- urs á móts við bæina Hof og Græna- nes, en seinna var brún hans kyrrstæð um tíma austan við Kirkjuból. Vegna erfiðleika við ákvörðun og hæðarmælingar á fjörumörkum í Norðfirði er ekki með vissu hægt að fullyrða annað en að hæð sjávarborðs hélst óbreytt þegar jökulbrúnin hörf- aði inn dalinn. Síðar hörfaði jökullinn enn frekar inn dalinn og sjávarborð var þá um 9 m lægra. Hæð neðri fjöru- marka fer vaxandi til vesturs úr 37 m í 41 m y.s. SAMANTEKT NIÐURSTAÐNA Hér að framan hefur verið lýst hörf- un jökla á Austfjörðum og Suð- austurlandi frá ystu stöðu í fjörðum og á annesjum og inn firði og dali. Þessi hörfun varð í áföngum eins og fjöldi jökulgarða á svæðinu ber vitni um. Samfara hörfun jöklanna breyttist innbyrðis afstaða láðs og Iagar. Sjávar- borð stóð hæst í öllum fjörðum á Suð- austurlandi samtímis því að frambrún jöklanna var í ytri hluta fjarðanna. Innan við suma jökulgarðana eru efstu fjörumörk lægri en utan við þá, og munar þar 8-19 m. í Breiðdal, Fá- skrúðsfirði og Reyðarfirði eru greini- leg ummerki þess að sjávarborð hefur lækkað í þremur áföngum, en á öðr- um stöðum eru ummerki tveggja áfanga greinileg. Ofangreind atburðarás hefur átt sér stað á tímabilinu milli mestu stærðar íslenska meginjökulsins á síðasta jök- ulskeiði fyrir um 18.000 árum B.P. (Guðmundur Kjartansson 1962, Trausti Einarsson 1966, Þorleifur 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.