Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 50
Kjeldahl aðferð, en skiptanlegar kat- jónir með útskolun með ammóníum acetati við sýrustigið 7 (Thomas 1982). Þeim sýnum, sem var safnað til að kanna fræforða, var komið fyrir í bökkum þannig að þau mynduðu um 3 cm lag og þeim haldið rökum við stofuhita og næga birtu í sex vikur. Og var síðan kannað hvaða plöntur uxu upp úr bökkunum. Stuðst var við grein eftir Roberts (1981) við þessa könnun. NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐA Kornastœrð og bygging Aðferðin, sem var notuð til að mæla kornastærð, er einkum mæli- kvarði á stærð samkorna, sérstaklega ef samkornun er mikil og korn loða vel saman (Kemper og Chepil 1965). Ætla má að kornin loði eitthvað sam- an og myndi samkorn, þó ekki í svo miklum mæli að það hafi áhrif á bygg- ingu jarðvegsins. Raunveruleg korna- stærð er þá nokkuð minni. Niður- stöður kornastærðarmælinga á sýnum eru sýndar í Töflu 1. Öll sýni sem voru kornastærðar- greind reyndust gróf en jarðvegskorn af stærðinni 0,125 - 0,5 mm voru ráð- andi í sýnunum, oft yfir 60% sýna. Jarðvegskorn af þessari stærðargráðu eru mjög auðrofin, þ.e.a.s. vindur getur komið þeim af stað og síðan berast þau aðallega áfram með stökk- hreyfingu. Þegar korn hreyfast á þennan hátt koma þau æ fleiri korn- um af stað þegar þau skella á jörðina aftur og er þessi háttur vindrofs öflug- astur. Sýnt hefur verið fram á að sú kornastærð, sem veldur mestu vind- rofi, er 0,1 til 0,5 mm (Chepil & Woodruff 1963). Ætla má að yfirborð þessara staða sé óstöðugt, en mölin á yfirborði hamlar vindrofi. Kornastærð jarðvegsefna (korn minni en 2 mm að þvermáli) breytist lítið eða ekki með dýpt ef undan er skilið yfirborðslagið við Vífilsstaði og botnlagið við Sandá. Alls staðar nema í sniðinu við Vífilsstaði var möl (korn stærri en 2 mm) stór hluti sýna af yfirborði. Gróður var kominn lengst við að nema land að nýju við Vífilsstaði og má ætla að jarðvegur hafi verið tekinn að byggjast upp úr yfirborðslaginu vegna áfoks og lífrænnar uppbygging- ar. Það var aftur háð berggrunni hve mikið af völum var í botni sniða (C lagi). Möl á yfirborði varnar því að jarðvegsefni fjúki til, en þó voru yfir- leitt talsverð ummerki um hreyfingu korna á yfirborði nema við Vífilsstaði. Slík ummerki voru meðal annars upp- söfnun efna hlémegin við plöntur og grjót. Möl á yfirborði safnar til sín áfoki og má segja að yfirborðslagið hafi verið samansett af völum af ýms- um stærðum og áfoki. Ljós öskukorn voru áberandi í yfir- borðslagi við Sandá, Þrístiklu og á Öfuguggavatnshæðum, oft um 20- 30% sýna af yfirborðslagi. Þau eru ættuð úr ljósum öskulögum í jarðvegi í nágrenninu og er askan komin frá Heklu. Öskulögin eru um 2900 og 4000 ára gömul (H3 og H4). Þessi aska er grófari en önnur jarðvegs- korn. Hún fýkur auðveldlega og hreyfist á þann hátt sem mestu tjóni veldur (stökkhreyfing). Þessi grófa Hekluaska hamlar vafalaust náttúru- legri uppgræðslu á stórum svæðum. Bygging íslensks jarðvegs er yfirleitt talin veik (sjá t.d. Árna Snæbjörnsson & Óttar Geirsson 1980), en í yfirborði móajarðvegs undir gróskumiklum gróðri myndast þó oftast nokkuð sterk kornótt bygging (sbr. Björn Jóhannes- son 1960). Vottur af samkorna bygg- ingu fannst í nokkrum sniðanna, en hún var mjög veik. Jarðvegurinn var 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.