Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 52
yfirleitt laus og auðmulinn og hann harðnaði ekki þótt hann þornaði. Lífræn efni Þar sem gróður nemur land verða breytingar í jarðveginum þegar lífrænt innihald og næringarforði eykst. Jarð- vegurinn verður frjósamari og þróast samfara því að gróður nær sér betur á strik og verður margbreytilegri. Líf- ræn efni safnast fyrir af dauðum plöntuhlutum og stöðugt en flókið jarðvegskerfi myndast. Kolefni í jarð- vegi gefur til kynna uppbyggingu jarð- vegs eða jarðvegsmyndun á gróður- snauðu landi. Lífræn efni hafa mikil áhrif á eðlis- og efnaeiginleika jarð- vegs. Þau leggja til næringarefni fyrir plöntur, einkum nitur og brennistein og þau hafa veruleg áhrif á byggingu jarðvegs. Samanlagt magn skiptan- legra katjóna, jónrýmd, er háð magni lífrænna efna. íslenskur þurrlendis- jarðvegur hefur kolefnisinnihald sem oft er á bilinu 6-12%. Nokkrir efna- eiginleikar jarðvegs í 9 sniðum eru sýndir í Töflu 2. Uppbygging lífrænna efna átti sér stað við Vífilsstaði og innan upp- græðslunnar við Sandá. A öðrum stöðum var magn lífrænna efna lítið. Athygli vekur að lífrænt kolefnisinni- hald var fremur lágt á yfirborði (í A- lagi) uppgræddu svæðanna á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði (0,5-1%), en uppgræðslurnar eru frá því 1981 og er borið á þær á hverju ári. Mælingar á yfirborðssýnum, þ.e. sýnum sem var safnað með kjarnabor á þessum heið- um, gáfu til kynna að uppbygging líf- rænna efna hafi þar verið skammt á veg komin, en þó var nokkur munur eftir yfirborðsgerð og meðferð. Nið- urstöður eru sýndar í Töflu 3 og sýna þær að lítið meira kolefni mælist í jarðvegi á uppgræddu beittu landi en á ógrónu landi. Heldur mælist meira kolefni í jarðvegi á friðuðum upp- græðslum en á þeim beittu en munur- inn er tölfræðilega ekki marktækur. í töflunni eru meðaltöl sömu landgerða borin saman (fimm landgerðir, þrjár meðferðir lands), en meðaltal 13 yfir- borðssýna af beittu landi var 0,91% (SF=0,40). Lífræn uppbygging er komin mun lengra á uppgræðslunni við Sandá en á uppgræðslunum á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði. Uppgræðslan við Sandá er eldri, eða frá árinu 1972, hún býr við betri veð- urfarsskilyrði og hefur ávallt verið friðuð. Lífrænt innihald var alla jafna hærra þar sem ætla mátti að væri meiri jarðvegsraki, t.d. við Sandá og í lægðum uppgræðslutilraunanna. Niturinnihald jarðvegsins var hvar- vetna lágt eins og vænta mátti þar sem jafnlítið af kolefni var í honum og raun bar vitni. Einnig er hlutfall kol- efnis og niturs (C/N) í sýnunum lágt, eða 11,8 að meðaltali. Sambærilegt hlutfall samkvæmt mælingum Björns Jóhannessonar á móajarðvegi (1960) var 13,2, en 14,4 samkvæmt mælingum Bjarna Helgasonar (1968). Náin tengsl eru yfirleitt á milli brennisteins og nit- urs í jarðvegi. Brennisteinn berst m.a. í jarðveginn með úrkomu en er mjög hætt við útskolun. Búast má við brennisteinsskorti í ólífrænum og grófum jarðvegi (Weinwright 1984). Ólífræn efni Sýrustig jarðvegs var á bilinu 5,6 til 6,9. Þessi gildi eru svipuð eða nokkru hærri en gildi sem fást við mælingar á móajarðvegi. Katjónirnar K, Na, Mg og Ca voru mældar í sýnunum (Tafla 2). Aðrar katjónir sem yfirleitt finnast í einhverjum mæli í íslenskum jarðvegi eru járn og mangan (Bjarni Helgason 1968) og þær jónir sem teljast súrar, þ.e. vetni og ál. Með summu katjóna (dálkurinn lengst til hægri í Töflu 2) 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.