Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 1988, Síða 54
Tafla 3. Lífrænt kolefni á uppgræðslu- svæðum. Organic C in soils in an area being reclaimed. Meðferð lands Treatment of land %C n1' S.F.2) Uppgrætt, friðað Revegetated, protected 1,14 5 0,42 Uppgrætt, beitt Revegetated, grazed 0,94 5 0,40 Ógróið Denuded 0,83 5 0,46 1} Fjöldi sýna. Number of samples. 2) Staðalfrávik. Standard deviation. séu teknir að byggjast upp með aukn- ingu lífrænna efna en munurinn er ekki tölfræðilega marktækur. Yfirleitt var meira af skiptanlegum jónum und- ir yfirborðslaginu en í því (sbr. Töflu 4). Að einhverju leyti má rekja það til útskolunar, en einnig kann meira magn af lífrænum efnum neðan yfir- borðslags að hafa þar áhrif. Engin töl- fræðileg fylgni var þó á milli kolefnis- innihalds og summu katjóna. Af einstökum katjónum mældist mest af kalsíum. Gildi fyrir skiptan- legt kalsíum var á bilinu 0,6 til 13,1 meq/100 g jarðvegs eða 5,6 að meðal- tali. Hlutfallið Ca/Mg var 2,6 að með- Tafla 4. Summa katjóna. Sum of cations. Lag Horizon summa katjóna sum n S.F. Meðaltal allra sýna 7,6 20 5,3 Mean for all samples A 6,6 10 4,1 B 8,3 9 6,7 altali. Meðalgildi fyrir kalí var nokkuð lágt, eða 0,2 og lægstu gildin voru lægri en 0,1 meq/100 g jarðvegs. Bjarni Helgason (1968) tengdi jón- rýmd í íslenskum jarðvegi einkum við lífrænt innihald jarðvegsins sökum þess hve grófkorna hann er, en jón- rýmd er yfirleitt tengd leirögnum og lífrænum efnum. Björn Jóhannesson (1960) mældi magn skiptanlegra jóna og jónrýmd í grófum og mjög ólífræn- um jarðvegssýnum, í sandi og í vikur- lögum. Hann komst að því að jón- rýmd væri talsverð þrátt fyrir skort á lífrænum efnum, t.d. fékk hann gildi á bilinu 8 til 13 meq/100 g jarðvegs fyrir sand og vikur. Ólífrænn hluti íslensks jarðvegs virðist því einnig hafa nokkra jónrýmd, þrátt fyrir skort á leirögn- um, og því er magn skiptanlegra jóna í jarðvegi á örfoka landi svo hátt sem raun ber vitni. í aðhvarfsjöfnu Bjarna Helgasonar (1968) fyrir tengsl lífræns kolefnis og jónrýmdar er raunar gert ráð fyrir þessu, og er jónrýmd jarð- vegs án lífrænna efna samkvæmt jöfn- unni 18,6 meq/100 g jarðvegs. Tu (1960) athugaði leir í íslenskum jarð- vegi og niðurstöður hans benda til að allófan, eða allófan líkt efni, sé að finna í íslenskum jarðvegi. Allófan er leirsteind sem myndast m.a. við veðr- un á gjósku. Þessi tegund leirs hefur mikla jónrýmd. Allófan leir kemur oftast ekki fram í leirkornastærðar- flokki við mælingu á kornastærð, því steindirnar mynda mjög stöðug sam- korn sem eru stærri en 0,002 mm (Maeda o.fl. 1977). Því kann hlutfall leirs að vera hærra í íslenskum jarð- vegi en fram hefur komið við mæling- ar á kornastærð. Trúlega má rekja a.m.k. hluta af jónaskiptaeiginleikum jarðvegs á ógrónum melum til allófan- steinda. Jónrýmd er meiri en summa skipt- anlegra basískra jóna (aðrar katjónir 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.