Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1988, Page 55
en vetni og ál). Þessi munur fer eftir því hve mikil basamettun er í jarðveg- inum, en basamettun er hlutfall bas- ískra jóna í jónrýmd. Basamettun í móajarðvegi er að meðaltali á bilinu 25 til 50% (Bjarni Helgason 1968, Björn Jóhannesson 1960). Basamettun á ógrónum melum er þó e.t.v. hærri í samræmi við hærra pH. Ljóst er að jónrýmd á ógrónum melum er mikil, líklega á bilinu 10-25 meq/100 g. Frœforði Jarðvegur úr yfirborðslögum við snið 1 til 6 var settur í bakka til að at- huga fræforða. Nær ekkert óx upp úr bökkunum nema þar sem jarðvegur hafði verið tekinn við Vífilsstaði. Þar komu upp nokkrar tegundir há- plantna, mest grös, og kornsúra óx upp af æxlikornum, en auk þess óx mikið af grámosa upp úr bakkanum. Þessi athugun bendir til að lítið af spírunarhæfu fræi sé í jarðvegi á ör- foka landi, nema þar sem framvinda er farin að hafa veruleg áhrif á gróð- urhulu og tegundafjölbreytni. Snið Flest jarðvegsflokkunarkerfi eru löguð að öðrum aðstæðum en ríkja t.a.m. í heimskautalöndum. Jarðvegs- fræðingar, sem rannsaka heimskauta- jarðveg, aðlaga oft það flokkunarkerfi sem þeir nota að þörfum sínum. Birkeland (1978) sleppti skilyrðinu um kornastærð og hann notaði bókstafinn B um jarðvegsfleti sem annars væru taldir vera A-lög. Hér hefur verið far- ið að dæmi Birkelands til að auðvelda umfjöllun um þennan jarðveg. Stafur- inn w í Bw tákninu er notaður til að sýna lítið þróað eða veikt (cambic) B- lag. Dæmigert snið í örfoka land er sýnt á 2. mynd. Lýst er þremur dæmigerðum snið- um í viðauka hér að aftan. Nokkrar A Bw BC C 2. mynd. Dæmigert snið í mel. A eru yfir- borðslög. B eru lög þar sem jarðvegsþró- un á sér stað. C er jarðgrunnur. - Schema- tized profile in denued glacial deposits. A, B and C denote soil horizons. lýsingar af sniðum í mel er að finna í grein Olafs Arnalds og Friðriks Pálmasonar (1986). Eitt nteginein- kenni ógróinna mela er möl á yfir- borðinu sbr. Töflu 1. Yfirborð ógróins lands á jökulættuðu seti líkist að þessu leyti yfirborði eyðimarkanna. Eitt af einkennum eyðimerkurjarðvegs, þar sem sandfok er ekki mikið, er einmitt malarlag á yfirborði (“desert pave- ment“). Tvö meginferli leiða til mynd- unar þessa lags á yfirborði eyðimarka. Annars vegar er það rof sem flytur burt smærri jarðvegsefnin þangað til eftir situr malarlag (“deflation"), hins vegar er um að ræða áhrif bleytu og uppþurrkunar sem getur fært steina upp á við í jarðvegi (Buol o.fl. 1980). Malarlag á yfirborði ógróins lands á heimskautasvæðum er einnig algengt (t.d. Bockheim 1979 og 1980) og veld- ur frostlyfting og rof mestu þar um. Frostlyfting ræður líklega mestu um myndun malarlagsins á yfirborði ógró- inna mela hérlendis. 109

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.