Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 64

Náttúrufræðingurinn - 1988, Blaðsíða 64
HANDRIT Frágangur Handriti að grein skal höfundur skila vélrituðu eða úr tölvuprentara með góðri spássíu og tvöföldu línubili. Höfundum er bent á, að því betur sem handritin eru gerð úr garði, þeim mun auðveldari er úr- vinnsla ritstjórnar og að öðru jöfnu fljót- ari. Pað flýtir útkomu greina og er því ótvíræður hagur allra aðila að handrit séu vönduð og að höfundur hafi gengið vel frá þeim áður en þeim er skilað inn til rit- stjórnar. Ritstjórn er ekki vélritari höf- unda og getur hafnað handritum á þeim forsendum einum að þau séu ekki nægi- lega vönduð. Höfundum er einnig bent á að töflur, kort, teikningar og annað mynd- efni er hluti af grein og ritstjórn þarf að fá slíkt efni til umfjöllunar samhliða textan- um. Þetta efni þarf einnig að vera vandað. Flestir teikna kort sín og myndir í tiltölu- lega stóru formi miðað við þá stærð sem prentað er í. Nauðsynlegt er að menn gæti þess að nota ekki svo fínar línur, smátt let- ur eða fíngerða rasta í myndir, að það verði óskýrt eða ólæsilegt við minnkunina. Sú staðhæfing að ein mynd geti sagt sögu á við ótal orð verður að skrítlu, ef myndin er óskýr og nær ekki tilgangi sínum. Stað- hæfingin á sér líka hliðstæðu, sem segir að einföld mynd segi mun betri sögu en flók- in mynd. Þetta er gott að hafa í huga við vinnslu greina og ekki síður myndefnisins. Það bætir árangurinn. I handriti skulu þau orð vera undirstrik- uð, sem eiga að setjast með skáletri. Texti sem er tekinn beint upp úr öðrum ritum er að jafnaði settur með smærra letri en meg- intextinn, einkum ef um langar klausur er að ræða. Höfundum er bent á að skoða frágang greina í þessu hefti eða nýjustu heftum hverju sinni og hafa þær til fyrirmyndar við vinnslu handrita. Fyrirsagnir Titill greinar skal vera stuttur og mál- efnalegur og gefa glögga mynd af því, sem greinin fjallar um. Aðalfyrirsögn skal vera stutt og gagnorð og segja ótvírætt um hvað kaflinn fjallar. Hún prentast að jafnaði með hástöfum í heldur stærra letri en textinn. Millifyrirsagnir má hafa til þess að skipta köflum upp í smærri einingar, ef það gerir frásögnina skýrari. Fyrirsagnirn- ar skulu vera stuttar og markvissar. Þær prentast að jafnaði með skáletri og smærri en aðalfyrirsagnirnar. Enn frekar: Skipta má efni innan milli- fyrirsagnakafla með því að byrja klausur á skáletruðum orðum á undan tvípunkti, ef þörf er mikillar kerfisbundinnar uppskipt- ingar á efninu. Oæskilegt er að nota tölustafi eða bókstafi til þess að aðgreina kafla. Það skýrir venjulega ekki innihald þeirra og er því óþarft ef efninu eru gerð skýr skil og kaflafyrirsagnir vel valdar. Um afbrigði frá þessum meginreglum er rétt að ráð- færa sig við ritstjóra. Erlend orð Erlend orð skal nota sem allra minnst. Þar sem ekki verður hjá því komist skulu þau höfð í „gæsalöppum“, (innan sviga) eða skáletruð, eftir því sem við á hverju sinni. Þegar um nýyrði er að ræða er æski- legt að hafa með erlend orð sömu merk- ingar (t. d. í sviga) til glöggvunar. Tegundaheiti Latnesk tegunda- og ættkvíslaheiti dýra og plantna prentast skáletruð (nema í ská- letruðum texta þar sem þau eru prentuð með réttu letri). Þau skal undirstrika í handriti, ef ekki er hægt að skáletra þau í ritvélinni eða tölvunni. Bent skal á það að undirstrikun orða í texta er að jafnaði ekki viðhöfð. Undirstrikun í handriti er því tekin sem ábending um skáletursprentun. Myndir og myndatextar Ljósmyndir skulu vera skýrar og á slétt- um, gljáandi pappír. Skila skal frumteikn- ingum eða „reprókópíum" af kortum, línuritum og teikningum til prentunar. Ljósrit nægja ekki, nema sem hluti af vél- rituðu handriti til lestrar. Vísa skal til allra 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.