Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 8
NÁ TTÚRUFRÆÐINGURINN
166
vor fer nýtt blað að vaxa við grunn
gamla blaðsins, sem að lokurn rifnar
af; þarinn skiptir um blað. Þöngull-
inn er sívalur, eða stundum flatvax-
inn ofantil og getur orðið allt að 60
cm langur. Blaðkan 50—200 cm löng.
Er öll jurtin oft 1—3 m löng, dökk-
ólífubrún á lit.
Kerlingareyra (Laminaria hyperbo-
rea) er nrjög svipað hrossaþara, en
venjulega mun stórvaxnara og gróf-
ara, allt að 5 m langt. Hin marg-
klofna, breiða blaðka er allmiklu
styttri en stöngullinn og líkist þarinn
pálmatré að vaxtarlagi. Þöngullinn
sérlega slímugur og sleipur, gildastur
neðst. Tært slím vætlar út á þver-
sneið. Um stórstraumsfjöru stendur
oft efsti lrluti þörungsins upp úr sjón-
unr og lyftir þá einnig neðsta hluta
blöðkunnar upp úr, svo það er líkt og
mörg eyru séu á sveimi. Kemur nafn-
ið kerlingareyra e. t. v. af því. Beltis-
þari og nraríukjarni eru líka stórvaxn-
ari en auðþekktir frá hinum fyrr-
nefndu á því, að þeir líkjast belti, þ. e. blaðkan er löng og heil.
Beltisþari (Laminaria saccharina). Þöngull beltisþara getur orðið
um 1 m á lengd og blaðkan allt að 2 m löng og 10—50 cm breið,
svo þetta er allvænt belti. Miðbik blöðkunnar er þykkt og leður-
kennt eftir endilöngu og yfirborðið óslétt með smálægðum og
listum á milli. Jaðrarnir þynmi og bylgjóttir. Fjöruhestar eta neðsta
hluta blöðkunnar með græðgi, en sá hluti er einmitt yngstur, mýkst-
ur og næringarmestur. Norðmenn kalla beltisþarann „sykurþara“
vegna þess, að ef blaðkan þornar, smitar út vökva, er sezt utan á
sem hvítt, sætt duft. Beltisþari hefur verið hagnýttur í sprengiefna-
iðnaði og við framleiðslu gervilakks og gerviharpix. Sömuleiðis
framleitt úr honum milt hægðalyf og sykurefni handa sykursýkis-
sjúklingum í stað venjulegs sykurs.
3. mynd. Kerlingareyra og söl
(neðan til vinstri).