Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 12
170 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Hvernig á að þekkja fjörugróðurinn? (Árni Friðriksson), Náttúrufr. 1933, bls. 44-51. Fjörugrös og hrossaþari (Árni Friðriksson), Náttúrufr. 1936, bls. 22—29. Rannsóknir á islenzkum þörungum (Sigurður Pétursson), Náttúrufr. 1946, bls. 19—30. Ritgerðinni fylgir skrá yfir nokkur helztu rit og ritgerðir um íslenzka þörunga. Athuganir á þaragróðri í Breiðafirði (Marteinn Björnsson og Þorbjörn Sigur- giersson), Náttúrufr. 1951, bls. 31—35. Blágrænþörungar (Sigurður Pétursson), Náttúrufr. 1958, bls. 32—49. Brúnþörungar (Sigurður Pétursson), Náttúrufr. 1960, bls. 74—97. Þörungarnir (Sigurður Pétursson), Náttúrufr. 1961, bls. 78—93. Möguleikar á framleiðslu alginsýru úr þara (Jór. Vestdal), Tímarit Verkfræð- ingafél. ísl., bls. 20, 1948. Þaravinnsla (Þorbjörn Sigurgeirsson, Hallgrímur Björnsson, Baldur Líndal, Gunnar Ólason), Fjölrit Rannsóknaráðs rikisins nr. 1, 2, 4, 5, 6, árið 1954. Hraðþurrkun á þara með jarðhita (Baldur Líndal og ísleifur fónsson), Fjölrit Jarðhitadeildar 1957. Þang og þaraiðnaður á Islandi (Sigurður V. Hallsson), Fjölrit Jarðhitadeildar, Raforkumálastjóri 1959. Ingólfur Daviðsson: r Islenzk „liljugrös" Ymsar skrautlegar útlendar liljutegundir eru ræktaðar í görðum hér á landi, t. d. eldlilja, dverglilja og túlípanar. En villililjur eru hér bæði fáar og smáar; það eru tvær tegundir, sýkigras og fer- laufasmári, sem eru alinnlendar og sú þriðja villilaukur að öllum líkindum slæðingur upprunalega, eða beinlínis fluttur inn fyrir ævalöngu. — Sú langalgengasta er sýkigrasið eða öðru nafni bjarnar- broddur (Tofieldia pusilla), sem vex á stangli í móum og á holta- börðum um land allt. Þetta er einhver minnsta tegund liljuættar, aðeins 5—15 cm á hæð og grannvaxin, en sérkennileg og mjög auð- þekkt, bæði á blöðum og blómum. Hin sígrænu, smáu blöð eru sverðlaga, tvíhliðstæð, randflöt í hvirfingu niður við jörð (1. mynd). Þau virðast standa í röð hvert út frá öðru (sbr. blöð sverðlilju í garði). Auk þessa situr eitt blað neðantil á stönglinum, sem er

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.