Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 16
174
N Á T T Ú R U F R Æ Ð1 N G U RIN N
yrkja. Er ekki ólíklegt, að Danir hafi flutt villilauk til Bessastaða
meðan liöfuðsmenn sátu þar. Garðyrkja var örugglega stunduð á
Bessastöðum á 18. öld og sennilega miklu fyrr. í Skriðu voru gerð-
ar garðyrkjutilraunir á árunum 1820—1830. Stendur þar elzti trjá-
garður á íslandi og rnunu elztu reyniviðirnir í honum vera gróð-
ursettir einmitt á árunum 1820—1830. Getur villilaukur hafa verið
fluttur þangað fyrir löngu. — Getið er um laukagarða til forna, en
fleiri lauktegundir geta hafa verið ræktaðar þar. Villilaukur hefur
a. m. k. vaxið á íslandi í hartnær tvær aldir samfleytt. Óvíst virðist
um framtíð hans vegna mikilla ræktunarframkvæmda nú á tímum.
Þyrfti raunar að friða blett eða bletti, þar sem hann vex.
Jón Jónsson:
Bæli. Fornar eldstöðvar í Norðurárdal
Ef farið er sem leið liggur norður í land um Holtavörðuheiði,
er ekið um sléttar grundir hjá Dalsmynni. Dalurinn er þar all
breiður og fjöllin báðum megin að mestu úr basalti, sem myndað
er, að því er vitað er, á tertier, en líparítfjöllin Baula og Litla Baula
gnæfa vestan dalsins og stinga mjög í stúf við basaltið. Skammt
norðan við Dalsmynni verða fyrir manni all mikil hólahrúgöld í
miðjum dal (1. mynd), og liggur vegurinn um þau austanverð og
á kafla svo að segja alveg í árbakkanum. Frá Hreimsstöðum loka
þessir hólar útsýni niður dalinn. Þeir eru að mestu vaxnir mosa
að norðan, en sunnan í þeim eru grasi og lyngi grónar lautir og
hvammar.
Hólar þessir heita Bæli en voru samkvæmt Árbók Ferðafélags
íslands 1953 áður nefndir Arnarbæli.
Ekki þarf að nema staðar við Bæli til þess að gera sér það ljóst,
að þessir hólar eiga sér aðra myndunarsögu en landið báðum megin
við þá, austan ár og vestan. Hólarnir eru úr bólstrabergi og bergi,
sem e. t. v. mætti nefna bólstrabrecciu, en það er berg, sem saman-