Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 20
178
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
kuðungsins með all-Jjéttstæðum og
áberandi, jafnhliða þvergárum, og eru
hverjir 2 samliggjandi gárar misgrófir
að minnsta kosti á 5 neðri vindingun-
um. Langrákir eru vel greinilegar með
berum augum og afar þéttstæðar.
Tegundin getur verið allbreytileg
að því er snertir gerð skeljarinnar, og
hafa nokkur afbrigði af henni verið
skráð. T. d. hefur eintakið af Síðu-
grunni miklu odddregnari hyrnu en
meðfylgjandi textamynd sýnir; en sú
mynd er teiknuð eftir eintaki, er náð-
ist í Hasvig í Norður-Noregi.
Bylgjunatinn finnst víða í austan-
verðu Norður-Atlantshafi, allt norðan
frá Svalbarða og suður um Grænhöfða
í Afríku á 90—1900 metra dýpi. Teg-
1. mynd. Bylgjunati (Troschelia undin ætti því að geta lifað góðu líli
bernicensis). (Úr G. O. Sars). vjg strendur íslands bæði í köldum
sjó og hlýjum.
Hin tegundin er samloka, er telst til jafntönnunga. I 2. útgáfu
af Skeldýrafánu íslands er nafn þessarar skeljar tilfært neðanmáls
á bls. 32. Sökum þess, hve prentun bókarinnar var komin langt
á veg, þegar skelin fannst, var ekki unnt að lýsa tegundinni né
birta mynd af henni. Eins og Skeldýrafánan ber með sér, þá telst
umrædd tegund til hnytluættar og til sömu ættkvíslar og gljá-
hnytlan okkar. Hnotskelin (Nucula delphinodonta Migh.), eins og
ég hef kallað hana, fannst í görnum úr ýsu, sem aflaðist í Faxaflóa
3. febrúar 1964. Á hve miklu dýpi er ekki
vitað. Aðeins eitt eintak fannst.
Fljótt á litið minnir hnotskelin á smá-
vaxna gljáhnytlu. Skeljarnar eru mjög kúpt-
ar, hálfhnattlaga (samluktar), gulbrúnar að
lit, sléttar og lremur lítið gljáandi. Nefið
er stórt, framstætt. Fremri bakrönd löng,
tengd kviðröndinni í óslitnum boga. Aftari
bakrönd rnjög stutt, nærri lárétt og mynd-
2. mynd. Hnotskel. (Nu-
cula delphinodonta). Mik-
ið stækkuð. (Úr G. O.
Sars).