Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 38
196 NÁTTÚRUT'RÆÐIN GURINN í skógræktargirðingunni að Skógum er mikil grózka eftir 12 ára friðun. Þar er allt vafið í loðgresi (Holcus), blágresi, geithvönn, stórvöxnum undafíflum, brönugrösum, stúfu o. fl ltlómgresi. Alls sá ég um 100 tegundir villijurta í girta reitnum ofan við skólann. Nemendur hafa, undir forystu Jóns Jóseps Jóhannessonar o. fl. kennara, gróðursett þarna mikið af birki, greni, furu o. fl. tegund- um og eru blómlegir birkilundir að vaxa upp í brekkunni. Páska- hretið 1963 drap flestar grenihríslurnar. Ingólfur Daviðsson. Skógarleifar i Hrolleifsdal. Skagafjörður er vanalega skóglaus talinn. Fáeinar birkihríslur hafa fundizt í Tindastóli og lítilfjörlegar kjarrleifar fram í dölurn. Lengst mun skógur hafa haldizt í útsveitum, e. t. v. af því að þar er snjósælt. Sigurður, skógarvörður í Varmahlíð, kvað helztu skógar- leifarnar vera úti í Hrolleifsdal og fylgdi mér þangað einn sunnudag. Upp af Sléttuhlíð, við utanverðan Skagafjörð að austanverðu, gengur Hrolleifsdalur, grösugur vel líkt og nágrannabyggðin Fljót. Ærið mun vera snjóþungt á vetrum og hætt við snjóskriðum. Mikið ber á firnungi o. fl. snjóhéraðsjurtum og bæði hvítur og rauður svarðarmosi virtust algengir. í Geirmundarhólum um miðjan dal- inn austanverðan er lágt birkikjarr á töluverðu svæði. Kjarrið er greinilega bælt af snjóþyngslum og er að jafnaði aðeins hnéhátt — mittishátt, en þó á blettum um 2 m á hæð. Nokkrar gulvíðishríslur vaxa innan um kjarrið og talsvert er um vöxtulegan eini. Varla háir beit Jsessu kjarri lengur, fé mun hér aðeins ganga á sumrin, Girðing mundi tæpast standa vegna fannfergis og snjóskriðna. DaL urinn hefur lengi verið í eyði, en við mynnið standa bæirnii Bræðraá og Skálá. En sumarfagur er Hrolleifsdalur, og þarna eru einu verulegu skógarleifar í Skagafirði. I Hreðuhólum, sem loka mynni Kolbeinsdals, og við eyðibýlið Sviðning andspænis, skammt innan við Smiðsgerði, mun kjarr hafa haldizt lengi. Bæjarnöfnin tvö eru athyglisverð. Það hefur verið gert til kola fyrrum í Sviðningi og smíðað við kolin í Smiðsgerði. Ingólfur Davíðsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.