Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 5

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 5
NÁTT Ú RU F RÆÐIN G U R I N N 51 þegar sent á vettvang og fann eyju 30 m háa og 150 m í þvermál, og gaf henni nafnið Myojin-syo eftir áðurnefndu fiskiskipi. Brátt breyttist gosið, sprengingar urðu strjálli en kröftugri og hjálpuðu sjávargangi til að eyða eynni, og þegar 21. sept. var hún horfin. Ævi hennar var því aðeins t;ep vika. En sprengingarnar héldu þarna áfram, tvisvar til þrisvar á dag, út allan september, strjáluðust úr því, en hættu ekki að öllu fyrr en el'tir ár. Það var ein slík sprenging, sem splundraði japanska rannsóknarskipinu Kaiyo-Maru V., sem kom að gosstaðnum 24. sept. með 22 manna áhöfn og 7 vísindamenn um borð, og ekkert hefur síðan til spurzt. Síðari rannsókn leiddi í ljós, að heljarmikil sprenging hafði orðið jtarna þennan dag. Nokkrar fjalir úr skipinu lundust nálægt eld- stöðvunum og í þeim molar af vikri, samskonar og myndaðist í Jjessu gosi. Hafði sprengingin lamið vikurinn inn í viðinn. Á Aleutaeyjaboganum, sem gengur vestur af Alaska skaga, er frægt eldfjall, sem heitir Bogosloff. Það er eldhryggur, svipaðrar gerðar og Hekla, og rís upp af hafsbotni á 2000 m dýpi. Stundum hlaðast upp á hryggnum gígkeilur, eiu, tvær eða Jirjár, svipað og gerðist með Axlargíg og Toppgíg Heklu í síðasta gosi hennar, og hafa jteir risið allt að 000 m yfir sjávarmál, en jtess á milli brotna Jiessar eldeyjar niður og hverfa, ein eða tvær eða jafnvel allar, og talið að bæði sprengingar og sjógangur valdi. Eftir endilöngu Atlantshafi liggur hryggur er nefnist Miðatlants- hryggurinn. Rannsóknir vísindamanna í Lamont Observatory, sem er hafrannsóknastöð Golumbia háskólans í New York, hafa leitt í Ijós, að hryggur jtessi er klolinn að endilöngu af sprungu eða sprungukerfi, Miðatlantsgjánni, en slíka gjá telja þeir Lamonts- menn liggja eftir úthöfunum öllum. Miðatlantshryggurinn er jarð- fræðilega séð mjög ungur og ókyrr enn. Margir jarðskjálftar eiga Jtar upptök sín og hann er víða eldbrunninn bæði neðansjávar og þar sem hann rís úr sæ, en á honum eru m. a. Tristan da Cunha, Ascension, Azoreyjar og Jan Mayen. Við Ascension og Azoreyjar eru neðansjávargos alltíð. Sumarið 1811 reis úr sjó við Azoreyjar eyja, sem varð 90 m á hæð, og um sjómíla að ummáli. Bretar skírðu hana Sabrína, en hún var horfin árið eltir. Síðasta neðansjávargosið við Azoreyjar hófst 27. september 1957, um eina sjómílu undan eynni Fayal, en sú eyja er raunar eldfjall, um 1000 m hátt, með miklum sigkatli (öskju) efst.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.