Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 7
NÁTTÚRUFRÆÐIN GU R1 N N 53 Undanfari neðansjávargossins voru jarðhræringar í 11 daga. Er gosið hafði varað hálfan mánuð var þarna komin eyja, 100 m há og 700 m í þvermál, en nærri klofin af sprungu, sem sjór léll inn í. -1 dögum seinna hætti gosið í hili og hálfunr mánuði síðar, ‘50. okt., var eyjan horfin. Snennna í nóvember hófust gosin að nýju og ný eyja myndaðist, en innan hálfsmánaðar var lnin orðin landföst, svo að eltir það var ekki lengur um eyjarmyndun að ræða, en í gos- lok, nær ári síðar var jrarna komið um 300 m liátt fjall, sem hlaut nafnið Capelinhos, eltir dröngum, sem þarna voru fyrir gosið. Nokkuð hraun rann jrarna. Víkjum Joá að íslandi. Aðaleldstöðvasvæði íslands, sem virkt hefur verið síðan jöklar tóku að hopa af láglendi fyrir um 15000 árum, liggur tun landið j)vert, milli tertíeru basaltltreiðanna í austri og vestri. En Jiað tak- markast ekki af núverandi ströndum landsins, það er hluti Mið- antlantshryggsins og sprungukerfisins, sem áður var að vikið. íslenzka eldstöðvasvæðið hefur tvær meginstefnur brotlína, sem skerast um miðbik landsins, rétt norðan Vatnajcikuls. Norðanlands, jiar sem eldstöðvasvæðið er um 45 km breitt, er stefna sprungna, gjáa og gígaraða sem næst frá norðri til suðurs. Sunnanlands og suðvestan er stefnan frá suðvestri til norðausturs. Eldsúiðvasvæðið er jaar klofið í tvi) belti af hinni svokiilluðu Hreppa-myndun. Ligg- ur eystra beltið frá Kverkljöllum til Vestmannaeyja og er á j)ví að finna nokkrar af virkustu og stórvirkustu eldstöðvum landsins: (irímsvötn, Lakagíga, Heklu og Kötlu. Þetta belti er um 90 km breitt. Vestra beltið, 40—00 km breitt, liggur frá Kili suðvestur um Þingvöll og Reykjanesskaga. Neðansjdvargos i'it aj Reykjanesi. Virkustu eldstöðvar neðansjávar undan íslandsströndum eru í beinu lramhaldi af vestra eldstöðvabeltinu, á svonefndum Reykja- neshrygg, sem gengur suðvestur af nesinu langt til hals, og elzta heimild um neðansjávargos við Island — ef undanskildar eru óljós- ar írskar helgisagnir, sem hugsanlega gætu átt við gos á Islandi, eða við landið — varðar vafalítið gos á þessu svæði. 2. mynil. Jarðeldasvæði íslands á postglasíaltíma og virkar eldstöðvar ásamt ár- tölum gosanna. — Map showing llie zones of poslglacially active volcanoes in Icelaml and llie vohanoes active since the Settlement Time.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.