Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 9
NÁTTÚRU FRÆÐIN G U RI N N
55
son lann Eldeyjar (Ibid. bls. 182). C)g enn bætir Oddaverjaannáll um
vitneskju vora: „Sörli fann Eldeyjar hinar nýju, en hinar hurfu er
alla ævi höfðu staðið" (Ibid., bls. 478). Aðrir annálar geta aðeins
landskjálftans og manntjónsins, sem er hið mesta sem vitað er um
af völdum landskjálfta á íslandi (Ibid., bls. 23, 62, 255, 325).
Þótt hinum fornu annálum beri saman um ártalið er þess að
minnast, að þeir eru færðir í letur alllöngu eftir atburði þessa og
væri ártalinu ekki fyllilega að treysta, ef ekki kæmi til enn ein
lieimild, sem telja ntá næstum samtímaheimild, er getur neðansjáv-
argoss þetta ár. bessi heimild er Páls saga biskups, sem skráð mun
skömmu eftir andlát hans, sem varð 29. nóv. 1211. Höfundur vitn-
ar til Ara fróða um það hversu jörðin drúpti eftir fráfall Gizurar
biskups, en síðan er það rakið, „hversu margur viðbjóður hefir farið
fyrir fráfalli þessa hins dýrlega höfðingja Páls biskups: jörðin skalf
öll og pipraði af ótta; himin og skýin grétu, svo að mikill hlutur
spilltist jarðar ávaxtarins, en himintúnglin sýndu dauðatákn á sér, þá
er náliga var komið að hinum efstu lífsstundum Páls biskups, en
sjórinn brann og lyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð
ylir sýndust náliga allar höfuðskepnur nokkuð hryggðarmark á sér
sýna frá hans fráfal 1 i“ (Bisk. I, bls. 145).
Loks er landskjálftans 1211 getið í Guðmundar sögu hinni elztu
og sagt að „urðti XVIII menn undir húsum“ (Bisk. I, bls. 503).
Það sem draga má saman af þessum fáorðu heimildum er þetta.
Árið 1211, líkast til síðla árs, verður eldgos undan Reykjanesi. Á
gossvæðinu verða mikil umbrot, eyjar siikkva þar í sæ en aðrar rísa
úr sæ og má mjög líklegt telja, að þar hafi átt upptök sín sá mikli
jarðskjálfti og mannskaði er 14 eða 18 manns láta lífið undir hrynj-
andi húsum. Þær eyjar er myndast, eru nefndar Eldeyjar, og er
nafnið út af fyrir sig næg sönnun þess að eldsumbrot hafi orðið á
þessum slóðum. Athyglisvert er, að Oddaverjaannáll segir Eldeyj-
ar hafa verið þarna lyrir, er alla ævi hafi staðið, og bendir það til
eldsumbrota á þessum slóðum löngu fyrir 1211. Frásögn Herberts
kapelláns sannar, sem fyrr getur, að gosið hefur undan íslands-
ströndum, og þá líklegast undan Reykjanesi, fyrir 1178, en sé Odda-
verjaannál að treysta, og hann virðist oft næsta traust heimild, bend-
ir þetta til alhniklu eldri eldsumbrota, en ekki verður úr því skor-
ið, hvort Eldeyjar hinar fornu hafi hlotið nafn af eldsumbrotum í
nálægð þeirra, eða hvort það var vegna þess að menn vissu þær hafa