Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURl NN Gl hlóðst undan Reykjanesi, nánar tiltekið þar, sem nú heitir Eldeyj- arboði, tnn (i2 km suðvestur af Reykjanesi. Næst á vettvang var skipið Den hvide Svane, skipstjóri Hans Pedersen Mancie. Eftirfarandi er útdráttur úr skipsdagbc'tk hans 10. og 11. maí 1783: „Laugardaginn 10. maí kl. 8 nm kvöldið vorum við á að gizka 63° 10' n. br. og 354° 16' I. (miðað við Ferro). Þá sáum við ísland í kompásstefnu NA til A, í á að giz.ka 8—9 rnílna fjarlægð, en þar eð loft var mistrað og liðið á kvöld vissum við ekki gjörla hvar við vor- um, gizkuðum jrc') á að við værum milli Eyrarbakka og Bátsenda. Við sigldum áfram sem áður til að komast í sjcinfæri við Geirfugla- sker, og stefndum í N lil V, og sáum nokkuð af brenndu grjóti á sjónum. Kl. 10 um kvöldið sáum við feiknlegan reyk og bruna í NV og höfðum þá sjón fyrir augum til morguns hins 11. kl. 3, þegar við sáttm yz.ta Fuglaskerið, sem nefnist hið blinda og var þá í SV til V l/> V á kompásinn, á að gizka 3 mílur frá oss og þaðan sýndist jtessi reykttr og eldur koma. Samtímis tókum við stefnu á hið yz.ta al jreint allháu Fuglaskerjum í NA til A á kompásinn, 314 mílu frá oss og tókttm þaðan stelnu N til y\. eftir jöklinum og var jrá mikið af áðttr- nefndu grjóti í hafintt framundan okkur og sigldum við í gegnttm Jjað 12 til 13 mílur norðan Fuglaskerja. Svcj þykkt var jretta lag á sjónum að t'tr ferð skipsins dró svo að munaði 14 mílu á hverri vakt. Lá þetta á halinti á 20 til 25 mt'lna breiðu svæði.“ Hinn 22. maí 1783 gefttr Peder Pedersen, skipstjóri á lnikkert- unni Torshen, sem liggur í Hafnarfjarðarhöfn, skýrsln um sína reisu til landsins. Þar segir: „Þegar ég kom til landsins fann ég land í haf- inu úti. Þar var eldur uppi á Jrrem stöðum og er Jretta land jafnstórt og eitt af stajrstu Fuglaskerjunutn. ]>etta land var ekki þarna áður. 2 mílur suðvestnr af landi |>essu reyndi ég að lcVða og l’ann 42 faðma dýpi og brunagrjót í botni, setn leit út eins og ,,Ravn-kttll“, og haf- ið var þakið vikri, sem land þetta spúði úr sér. Ég sigldi kringunt 11111 jrað í 34 mílu fjarlægð til að skoða það. Þetta land liggur V-S á kompás eða SV réttvísandi frá yz.ta Fuglaskerinu á að giz.ka í 7—8 mílna fjarlægð." Á kápublaði skýrslu Pedersens skipstjóra er meðfylgjandi teikn- ing (6. mynd), sem mun eiga að vera langskurður af eynni með eld- unum þrem. Bendir teikningin og skýrslan til þess að hér hafi verið 11111 sprungugos að ræða svipað og í Surtsey fyrstu vikurnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.