Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 16
NÁTT Ú R U F R/Kfil N C> II R I N N
62
6. mynd. Riss Peder Pedersens skipstjóra af Nýey. ÞjóSskjalasafnið. — Caplain
P. Pedersens sketch uj Nýey. The Icelandic National Archives.
Uppgötvun þessarar nýju eyjar vakti mikla athygli þeirra liáu
herra, sem réðu málum íslands úti í Kaupinhafn. 26. júní 1783
er gefin út konungsúrskurður (stjórnarskipun) til Rentukammers-
ins, svo hljóðandi: „Þar eð eyja hefur óvænt orðið til í landskjálft-
um og eldsumbrotum í hafinu út af Reykjanesi, nokkrar mílur
undan suðurströnd landsins, og ástæða er til að óttast, að jiegar
eldur sá slokknar, sem enn logar, muni útlendingar geta sezt að á
eynni til óbætanlegs tjóns íslenzkum fiskveiðum, ber voru kammeri
að gefa stiftamtmanninum á Islandi eindregna skipun þess efnis,
að þegar er mögulegt verður að nálgast þetta nýja land skuli hann
fara með einu af skipum fslandsverzlunarinnar og slá hátíðlega
eign vorri á það, og ekki aðeins draga ]rar upp danska fánann held-
ur reisa þar þann stein með ártali og fangamarki voru, sem héðan
verður sendur. Einnig skal hann semja skjal um landnám þetta í
tveim samhljóða eintökum og skal annað geymast á fslandi, hitt
sendast hingað. Eynni skal gefið naliiið Nýey. Allt ])etta verður að
gjöra, enda þótt svo kunni að fara að eyjan hverfi svo sem hún til
kom. Vort kammer, sem þetta er falið, verður að semja um allt
viðvíkjandi skipi því, sem notað yrði, við stjórn íslandsverzlunar-
innar.
Thodal stiftamtmanni var skrifað brél' 28. júní og honum uppá-
lagt að framkvæma skipunina og skipa kaupmanninum í Hafnar-
lirði að vera til aðstoðar og láta póstskip taka með stein þann, sem
reisa skuli í eynni og tilhúinn muni eftir nokkra daga. Er steinn-