Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 17
NÁTTIIRUFRÆÐIN GU R1 N N 63 inn sagður þriggja álna hár, breidd hans neðst y4 álnar, en liálf alin efst, og þykkt sem því samsvari. Virðist steinninn hafa verið höggvinn, því varðveittur er reikningur frá steinhöggvaranum til Finanskollegium, að upphæð 17 ríkisdalir og 4 mörk. En aldrei komst sá stóri steinn út í Nýey. í plaggi frá Rentukammerinu 31. janúar 1784 er þess getið, að Thodal stiftamtmaður hafi tilkynnt, að sakir þess, hve áliðið var árs og vegna stöðugrar þoku, hafi hann ekki getað slegið eign á eyna í konungsnafni samkvæmt tilskipun frá 3. júlí 1783, sér í lagi þar sem samkvæmt frásögn skipstjóra þess, er eyna fann, yrði landtaka að ske í bátnm. Hafi hann því að ráði skipstjórans frestað fram- kvæmdum til næsta vors. Þó hafði stiftamtmaðurinn samið um það við téðan skipstjóra, að á heimleið sinni skyldi hann reyna að kom- ast þar á land, og eftirskilja þar trékefli með fangamarki hans há- tignar, eða þá mynt, en stiltamtmanni höfðu síðar bori/.t þær fregn- ir, að engir af skipstjórum ver/lunarinnar hafi séð eyna, líklega vegna þess að stöðugar þokur hafi fælt þá frá að nálgast hana. í tilefni af þessu er gefinn út nýr konungsúrskurður 9. febrúar 1784 þar sem: 1) vorum stiftamtmanni Thodal er falið á ný að gera á vori komanda allt sem í hans valdi stendur til að framkvæma skipunina frá 2(i. júní og resolútíónina frá 3. júlí s. 1. ár viðvíkj- andi ,,Okkupation“ Nýeyjar. 2) Stjórn íslandsverzlunarinnar er falið að skipa verz.luninni í Hafnarfirði á íslandi að láta skip jiað, sem í næsta mánuði á að flytja Levetzow kammerherra og stúdent Magn- ús Stephensen frá íslandi, koma það nærri Nýey að sá síðarnefndi geti framkvæmt þær athuganir, sem honum samkvæmt tilskipan var falið að gera í þessu sambandi. í lok bókar sinnar um Skaftárelda víknr Magnús Stephensen að þessu. Það sem hann skrilar þar um eyna og legu hennar mun byggt á frásögnum áðurnefndra skipstjóra, einkum Mindelhergs, en hann segir skipstjóra ekki sammála um stærð hennar, segi sum- ir hana rnílu ummáls, en aðrir þíi tír mílu eða litlu meir. Hann bætir því við, að á þessu ári, þ. e. 1784, liafi engir sæfarar séð eyna og „þó að þau skip sem ég og herra kammerherra Levetzow fórum með tit og utan hafi haft eindregin fyrirmæli um að finna eyna, eí mögulegt væri, höfum við ekki kornið auga á hana, enda þótt við á útleið sigldum langa stund fram og tilbaka um það svæði, þar sem eyjan átti að vera.“ Magntis Stephensen skrifar að lokunt: „Ef

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.