Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 25
NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN
71
gosið í Helgafelli síðastliðin 6000 ár eða svo, og það sem átt er við í
1 lanksbók og Melabók er einfaldlega, að þar sent Herjólfnr byggði,
sé nú bert og blásið hraun. Enda segir um son Herjólfs, Orm auðga,
að liann bjó á Ormsstöðum við Hamar neðri, þar sem nú er blásið
allt. Uppblástur hefur víða orðið afleiðing landnáms á íslandi.
Á korti Þórðar biskups Þorlákssonar al: Norðuratlantshafi frá
um 1669 er sýnd eyja alllangt suður af íslandi, og stendur við hana
að Spánverjar hafi séð hana 1613. Ekki veit ég nein önnur deili á
þessari eyju. Hafi Spánverjar raunvertdega rekizt á eyju langt und-
an íslandi þetta ár, er líklegast, að það hafi verið á Reykjanes-
hryggnum, enda þótt hún sé sýnd austar en svo á korti Þórðar. Ann-
ars eru allskonar eyjar sýndar kringum ísland á gömlum korturn.
Nægir að minna á Krosseyjar fyrir vestan land ;i sama korti Þórðar,
og Ægisey og Ægisland á uppdrætti Jóns lærða, sem prentaður var
í Grænlandssögu Þormóðs Torfasonar.
Einu fregnirnar um eldsumbrot í nánd við Vestmannaeyjar er
að linna í sambandi við landskjálftann mikla á Suðurlandi haust-
ið 1896.
Miðvikudaginn 23. sept. 1896 birtist í ísafold fregn með yfir-
skriftinni Eldur uppi i Geirfuglaskerjum eystri: „Maður úr Land-
eyjum, l'rá Hallgeirsey, fullyrðir, að þaðan hafi sézt til elds, 3 kveld
í röð, hin síðustu í vikunni sem leið, úti í hafi, svo að ber milli
Vestmannaeyja og Dranga. Var þar kallað, að eldurinn kæmi upp
úr sjóntim, en hefir auðvitað annað hvort verið í nýrri ey eða
hólma, er upp hefði átt að koma af eldsumbrotum, eða þá í Geir-
fuglaskerjum eystri, sem mjög vel getur komið heim eptir stefnunni.
Eldurinn eða „loginn“, sem svo er nefndur, en er raunar ekki
annað en bjarmi, sem leggur upp á loptið af gosinu, á að hafa verið
tvískiptur neðst, eða á 2 stöðum, en lagzt saman, er ofar dró.
Maðurinn segir, að sýn þessa liali menn horft á af mörgum bæj-
um í Landeyjum, kveld eptir kveld, þar á meðal l'rá prestsetrinu,
Bergþórshvoli. Sumir ímynduðu sjer lyrst að þar væri skip að
brenna, en sáu, að það gat eigi verið, er þetta hélt áfram kvelcl eptir
kveld“. (ísafold, 23. sept. 1896, XXIII. árg. bls. 262-263).
f næsta tölublaði ísafoldar, dags. 26. sept. er komið annað hljóð
í strokkinn. Þar segir: „Eldgossagan úr Vestmannaeyjum mun vera
tómir höfuðórar, eins og annað af því tagi, sem sí og æ hefur verið
að gjósa upp l'rá því að landskjálftarnir hófust. Eru meir en lítil