Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 29
NÁTTÚR.UFRÆÐIN GU RI N N
75
jún Jónsson:
Bergsprungur og misgengi í nágrenni Reykjavíkur
Inngangur
Grein sú sem hér fer á eltir er byggð á athugunum, sem segja má að
hafi byrjað með jarðfræðilegri kortlagningu af nágrenni Reykja-
víkur, sem við Tómas Tryggvason unnurn að sumarið 1954. Fékk
ég þá í minn hlut suðurhluta svæðisins, en á því koma sprungur og
misgengi hvað bezt fram.
Verulegur skriður komst |)ó ekki á þessar athuganir fyrr en Vatns-
veita Reykjavíknr óskaði eftir rannsóknum á þessu svæði í sambandi
við vatn l'yrir Reykjavíkurborg.
Rannsóknum þessum er að sjálfsögðu engan veginn lokið, j)ví enn
er mörgum spurningum ósvarað. Það sem hér fer á eftir ætti þó að
geta gefið nokkra hugmynd uin hvernig málin standa nú, }). e. við
áramótin 1964—1965.
Berggrunnur
Á meðfylgjandi korti er gerður greinarmunur á ferns konar bergi
nefnilega I) fornu blágrýti (basalti), sem mestmegnis eru hraun, sem
runnið hafa á tertier tímabilinu, en því lauk fyrir urn það bil einni
milljón ára, 2) berggrunn yngri enn frá tertier, en á þessu svæði eru
það aðallega grágrýtishraun runnin á hlýviðrisskeiði — (interglacial)
eða skeiðum milli ísalda, 3) hraun runnin eftir að jökla síðustu ís-
aldar leysti af þessu svæði og loks, 4) myndanir, sem væntanlega eru
frá jrví seint á tertier eða snemma á kvarter (Mosfell).
Á það skal bent, að nokkuð af því bergi, sem hér er talið vera frá
tertier kann að vera nokkru yngra, lrá mótum tertier og kvarter eða
lrá því snemma á kvarter, en nákvæm takmörk þessara tímabila ern
í raun og veru ekki til, og skiptir í ])ví sambandi, sem hér kemur til
greina heldur ekki máli. Það sem hér helur þýðingu er munur eldri,
tertiera eða árkvarterra, og yngri, interglaciala, glaciala og post-
glaciala bergmyndana og verður nánar rætt um það síðar.