Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 30

Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 30
76 NÁTT Ú R U F RÆ ÐINGURINN Tertiera basa11,myndunin Hið forna berg blasir við sjónum m. a. í Esjunni. Það er að lang- mestu leyti byggt upp aí hraunlögum, sem hlaðist hafa hvert ofan á annað í f jölda eldgosa, sem oftast nær hafa Iíklega verið sprungu- gos, eins og þau sem jrekkt eru frá vorum dögum. Millilög í tertiera basaltinu á þessu svæði eru yfirleitt. mjög lítið áberandi. öftast nær eru aðeins þunn lög af rauðu gjallkenndu bergi milli þeirra, oger það efra og neðra borð hvers hrauns. Þó koma fyrir lög af eins konar móbergi eða brúnleitum sandsteini milli basalt- laganna og einnig lcig af jökulbergi (tillit) sem vitna um tilveru jökla einnig á þessurn tíma. Verður það ekki rakið nánar hér. í ter- tiera basaltinn og millilögum þess er mikið um sekundera mínerala þ. e. a. s. mínerala, sem myndast hafa í berginu á löngum tíma og nú fylla holur og sprungur í því. Þetta eru aðallega zeolitar (geislastein- ar), kalsit (silfurberg), jaspis og kvarts. Þessir mineralar fylla allar holur í berginu og gera það þétt. Þetta veldur því að tnjög litlir möguleikar eru á að vinna kalt vatn úr þessu bergi með borunum. Það berg, sem hér er talið vera tertiert, kemur fram, fyrir utan Esj- una einnig í (irímarsfelli, Úlfarsfelli, Hafrahlíð og fjöllunum þar í kring, eins og kortið sýnir. Auk þess kemur það fram báðum megin Viðeyjarsunds, í Gufunesi og lítils háttar í Geldinganesi. Einnig sér í það við (felgjutanga vestan við Elliðavog. Sunnar er mér ekki kunnugt um að það komi fram, hins vegar er tiltölulega grunnt á jrað víða, t. d. í Reykjavík. Mosfell í Mosfellssveit virðist hala nokkra sérstöðu ;í Jressu svæði, og hefur ekki verið unnt að taka endanlega afstöðu til jress spurs- máls, hvort telja beri Jrað til tertiera bergsins eða hins yngra. Það er að mestu úr bólstrabergi, en talið er að Jrað myndist einkurn Jrar sem hraun rennur í vatn eða þar sem eldgos liafa orðið undir jöklurn. Það virðist ekki ólíklegt að Mosfcll sé fornt eldfjall myndað við gos und- ir jökli og þá væntanlega á einhverri af hinum l'yrstu ísöldum hins kvartera jökultíma. Bergið í Mosfelli er lítið eða ekkert holufyllt og gæti það komið heirn við þá skoðun, sem hér hefur verið látin í Ijcis. Grágrýtið. Eins og getið er um hér að framan, er berggrunnur sá sem á kort- inu er talinn vera yngri en Irá tertier að langmestu leyti grágrýti, en það nafn er almennt notað í daglegu tali um gráleitt dóleritiskt ólí-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.