Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 34
80 NÁTTÚ RU FRÆÐINGUIUNN I—III er tekið úr kjarna úr borholu við Rauðhóla. I ú 200 m dýpi, II á 183 m, III á 9,8 m IV er frá Hríshöfða og V er tekið í Heiðmörk og sennilega komið frá öðrum eldstöðvum. Nútima hraun. Ekkert hraun hefur komizt jafn nálægt höfuðstaðnum og hraun það, sem runnið hefur út í Elliðavog. Hraun þetta er að því er Þor- leifur Einarsson telnr komið úr gígum austan við Bláfjöll, nefnist gígurinn Leitin og verður hraunið því nelnt Leitahraun. Austan til er það mjög hulið yngri hraunum, en kemur Iram vestan við Drauga- hlíðar, og fellur þaðan um Vatnaiildur, Sandskeið, Fossvelli og Lækj- arbotna út í Elliðavatn og þaðan eftir fornum farvegi Elliðaánna í sjó út. Rauðhólar eru gervgígir í þessu hrauni. Mór hefur fundizt undir því rétt fyrir ofan brúna á Suðurlandsvegi. Hann hefur verið aldursákvarðaður og reynzt vera 3500±340 ára samkvæmt niðurstöð- um af C14 ákvörðun. Þegar sprengt var fyrir stíflugarðinum við Ár- bæ fundust að sögn Sigurðar Ólafssonar, verkfræðings, kol undir hrauninu þar. Hefur þar því verið skógur eða kjarr þegar hraunið rann. Milli Heiðmerkur og Selljalls hafa runnið juikil hraun norður eftir. Þau ganga undir einu nafni Hólmshraun. Það er þó um a. m. k. 5 mismunandi hraunstrauma að ræða. Sá elzti þeirra kemur fram rétt austan við Gvendarbrunna og helur skammt austar lallið nærri því þvert yfir Leitahraunið. Hraun þetta er því yngra en Leitahraun og þar með iill Hólmshraunin, sem verða hér nefnd Hólmshraun I—V. Hraun I er þá hið elzta og V það yngsta. Vestan og sunnan Heið- merkur eru fleiri hraunstraumar, en ekki verður það rakið nánar hér. Þó skal getið hrauns þess sem komið helur úr Ikirfelli og því verður nefnt lkirfellshraun hér, en gengur undir ýmsum nöfnum á ýmsum stöðum, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Hafn- arfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Það hefur fallið vestur vestan við Vífilsstaðahlíð og tinnur álma vestan við Sléttuhlíð, en sú |>riðja hverfur undir yngri hraun vestan við Kaldársel. Það er ekki ástæðulaust að hafa í huga að hér í nágrenninu hafa orðið a. m. k. (> eldgos á skemmri tíma en um 5300 árum. Líkur benda til að þau séu margfalt fleiri. Engar sagnir eru til um neitt þeirra, það mér er kunnugt.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.