Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 35
N A T T Ú RIIF RÆÐIN G U RI N N 81 Bergsprungur og rnisgengi Það er alkunnugt að Reykjanesskagi er allur sprunginn mjög. Sprungur þessar og sprungukerfi stefna yfirleitt frá norðaustri til suðvesturs. Þetta er hluti af sprungukerfi jrvi', er liggur um landið þvert í þessari stefnu, en þannig stefna einnig svo að segja allar gos- sprungur og gígaraðir á Suður- og Suðvesturlandi. Það er ekki vafa bundið, að Jtetta stendur í sambandi við neðansjávar hrygg þann, er liggur að endilöngu Atlantshafi, en einmitt á honum eru aðal- jarðskjálftasvæði þess og einnig eldfjöll. Sprungukerfi þau, sem hér verða tekin til meðferðar, eru aðeins lítill hluti af þeim sprung- um, sem liggja að Reykjanesskaga endiliingnm. Það er erfitt að draga víðtækar ályktanir af athugunum á aðeins nokkrum hluta svæðis- ins, og varhugavert að taka svona hluta út úr sambandinu við aðal- sprungukerfið. Þetta hefur ]ró tímans vegna orðið að gera. Á hitt skal jx') jafnframt bent, að æskilegt hefði verið að kortleggja sprungu- kerfin á skaganum iillum nákvæmlega, og allt norður undir jökla. Að því mun og verða unnið framvegis eftir föngum. Vestan Hvaleyrarholts og Stórhcifða við Hafnarfjörð eru víðáttu- mikil hraun, sem ná út allan skagann. Þarna er um að ræða fjölda hrauna, hve mörg þau eru veit enginn. Sunnan og vestan við áðurnefnda staði verður ekki vart við tekto- niskar sprungur í hraunum þessum, fyrr en kemur nokkuð langt frá fjöllunum, þ. e. þeirra gætir ekki í hinum yngstu hraunum. Um jiveran Bleiksteinsháls norðan við Hvaleyrarvatn liggur misgengi, sem er mjög greinilegt skammt vestan við Gráhelluhraun og rétt vestan við hliðið, sem þar er á sauðfjárgirðingunni. Misgengi jretta nefnist Bláberjahryggur, en er raunar enginn hryggur í orðsins réttu merkingu. Þessu misgengi má fylgja frá Jtví rétt norðan við vestnr- enda Hvaleyrarvatns og að hrauninu, sem áður er getið, en jrað er syðri kvísl Búrfellshrauns (Hafnarfjarðarhrauns). Sýnilegt misgengi á þessari leið er mest ‘5—4 m og er austurbarmur sprungunnar lægri (sbr. kortið). Austan við hraunkvíslina heldur misgengið áfram um Setbergshlíð og Urriðavatnsdali, en ekki sézt votta fyrir Jjví á hraun- inu sjálíu, en Jtað jtýðir augljóslega það, að misgengið hefur ekki verið virkt svo nokkru nemi frá því að hraunið rann. Verður nánar vikið að jtessu síðar. í Setbergshlíð er misgengið verulegt, og á há-hæðinni milli hraun- kvíslanna er það a. m. k. 7 m. Þegar kemur austur yfir eystri kvísl

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.