Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 40
86 NÁTT Ú Rll FRÆÐINGURINN gapandi gjá og önnur um 1 km austar (sjá kortið). Sprunga liggur svo um austanverða Reynisvatnsheiði og Langavatnsheiði. Hún ligg- ur um Langavatn þvert, því sem næst beint norður ai Höfða, en hverfur miðja vega milli Langavatns og Hafravatns. Misgengi má sjá rétt vestan við Lækjarbotna og sprungukerfi liggur um Selfjall, Sandfell, Lakaheiði og Miðdalsheiði t. d. skammt vestan við Lykla- fell, og eru þar nokkrar gapandi gjár. Sömuleiðis eru augljós mis- gengi um Vatnaöldur og Bolaöldur, en ekki verða þau tekin til athugunar hér. Hingað til hefur aðeins verið fjallað um sprungur og misgengi í bergi, sem er yngra en frá tertier. I þessu bergi hefur verið hægt að rekja sprungurnar langar leiðir, og þær koma ósjaldan fyrir sem gap- andi gjár. Breidd gjánna er þó yfirleitt ekki mikil, og oftast nær innan við 1 m nema þar sem verulegt misgengi er líka. Á línu frá Búrlelli niður eftir hraunkvíslinni vestan við Vífilsstaðahlíð um 2 km leið frá gígnum er samanlögð sprunguvídd 5,66 m eða 2,83 m á km. Þessar sprungur eru allar í Búrfellshrauni. Samanlagt misgengi í hrauninu reyndist 11,77 m á þessari leið, og eru þá aðeins talin með þau misgengi þar sem austurbarmur sprungunnar er lægri. Mesta misgengi um Hjalla reyndist vera um 65 m, eins og áður er getið. Utan þeirra bergmyndana, sem samkvæmt kortinu eru taldar vera yngri en frá tertier, má og finna misgengi og brotlínur. Þannig liggja varla færri en 8 brotlínur um Úlfarsfell og er nokkurt mis- gengi við þær allar (sjá kortið). Ekki hefur tekist að finna með vissu, hversu mikið misgengi er við vestustu sprunguna í Úlfarsfelli, en um 2. sprungu vestan frá talið er misgengi, er nemur 2,5 m, um 3. sprungu 6 m, 4. 9,0 m, um 5. sprunguna 5 m og um 6. sprunguna vestan frá talið er misgengið samtals 24 m. Um 7. sprunguna er það 30 m og um þá 8. 25 m. Þetta eru mælingar gerðar annað hvort beint með hallamæli eða með loftþyngdarmæli. Samanlagt verða þetta rúmir 79 metrar. Þessi misgengi eru öll vel sýnileg og mælan- leg í fjallinu. Mest áberandi er 24 metra misgengið, sem liggur um fellið þvert skammt vestan við hátind þess, og svo vestasta misgengið. Bæði þessi brot eru sýnd á korti okkar Tómasar, þó aðeins annað sem misgengi. Skammt austan við hátind fellsins er og misgengi, sem virðist vera um 30 m, og er þá gengið út frá jökulbergslagi, sem þar kemur fram. Milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar er líklegt að misgengi

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.