Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 45
NÁTT Ú RUFRÆÐIN C. IJRI N N 89 undan hrauninu. Þær eru vatnsmeiri en svo, að líklegt sé að raun- veruleg upptök þeirra séu í hrauninu. I'il þess er aðrennslissvæði þeirra of lítið. Skammt suður ai hinu lorna vatnsbóli liggur mis- gengissprunga um dalinn þveran. Á Ásfjalli nefnist misgengishjall- inn Bláberjahryggur, eins og áður er getið (sjá kortið). Mér virðist yfirveguncli líhur fyrir, að' vatnið komi mestmegnis úr þeirri sprungu. Annað misgengi liggur um Nónhæð norðanverða og má rekja það að Gráhelluhrauni. í beinu áframhaldi af því eru lindir við Urriða- vatn og einnig er Jrar borhola, sem gerð var og notuð á stríðsárunum. Núverandi vatnsból Hafnarfjarðar er í Kaldárbotnum. Það vatn kemur beint úr misgengissprungu þeirri er klýfur Búrfell, myndar vesturbrún Helgadals sker þvert yfir Kaldárhnúk og heldur svo áliam suður eftir Undirhlíðum og Sveifluhálsi. Vatn nokkurt er að jafnaði í Helgadal, og má sjá J)að renna suð- vestur eltir gjánni í átt að vatnsbólinu og á Jrað vafalaust greiðan gang að Jrví, þar sem sprungan liggur í gegnum fjallið. Vestan við Jietta misgengi er 17,5 m niður á grunnvatnsborð. í Búrfells- gjá, sem raunar eru fornar hrauntraðir, en engin gjá í venjtdegri merkingu, er vatn sýnilegt í sprungu skammt austan við réttina. Austan við Vífilsstaðavatn eru nokkrar allstórar lindir. Að Jrví er virðist eru þær á sprungum þeim sem áður er getið um (sbr. kortið). Mesta misgengi á öllu þessu svæði er það, sem einu nalni er nefnt Hjallar. Þeir ná frá Búrfellshrauni norður að Elliðavatni. Misgengin ná raunar lengra suðvestur eftir, eins og áður er getið, og lengra en kortið sýnir. Allt Jretta svæði er mjög sprungið og misgengið. Ein sprunga liggur eftir suðurbakka Elliðavatns, og þar er röð af upp- sprettum, sem fylgja sprungunni austur eftir. Sunnan við vatnið innan girðingar í Heiðmörk eru einnig margar lindir og sumar stéjrar. Uppsprettur þessar eru á mjög áberandi hátt tengdar sprung- unum (sjá kortið). Vestan við bæinn Elliðavatn eru og nokkrar lind- ir, og eins eru margar lindir norðan og austan í grágrýtistangangum sunnan og austan við Hrauntúnstjörn, sem svo er nefnd á korti her- foringjaráðsins. Þær koma fram á mótum hrauns og grágrýtis og eru án efa tengdar sprungum í grágrýtinu. Undan hrauninu hjá Jaðri kemur I jöldi linda, sem að jafnaði eru ærið vatnsmiklar. Vatn Jæss- ara linda og eins Gvendarbrunna sjálfra kemur án ela úr sprungum í Grágrýtinu. Við Silungapoll eru stórar lindir og virðist líklegt að eins sé ástatt

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.