Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 50
94
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
eítirliti á <»11 u sprungusvæðinu og undir engum kringumstæðum í
námunda við vatnsbólin sjálf eða við opnar sprungur eða gjár.
I <)ðru lagi ætti ekki að leyfa bráðabyrgða byggingar (sumarbú-
staði) á jressu sama svæði nema búið sé svo um frárennsli og olíu-
geyma að óyggjandi sé að óhreinindi j»aðan geti ekki komist í vatns-
bólin. í þessu sambandi eru j»að eðlilega sprungurnar sjálfar, sem
l»er að varast, en einmitt á ]»eim eða alveg við þær hafa margir J»egar
valið sér land undir sumarbústaði. Það vill löngum brenna við að
fólk noti gjár og sprungur til að kasta í alls konar óþverra. Slíkan
sóðaskap má með engu móti líða.
Tektoniskar sprtmgur og gossprungur
Sambandið milli sprungnanna og lindanna hefur verið rakið hér
að framan. Skal nú vikið að öðru atriði, sem hingað til hefur ekki
verið tekið til meðferðar, en j»að er sambandið milli sprungugosa og
tektoniskra sprungna.
Hér að framan var J»ess lauslega getið að misgengissprunga sú,
er liggur um Búrfell — Helgadal — Kaldárbotna og Undirhlíðar,
liafi einnig gosið hrauni. Á þessn misgengi eru stór gígahrúgöld
beint vestur af Helgafelli svo sem 1—1,5 km suður frá vatnsbólinu,
og hafa ]»aðan runnið hraun austur og norður milli Helgafells og
norðurenda Gvendarselshæðar. Smá hraunspýja hefur og fallið vest-
ur sunnan við Kaldárbotna og staðnæmst örskammt austan við Kald-
ársel, og önnur <»rmjó hefur fallið vestur af hæðinni á móts við suð-
urenda Helgafells. F.ftir Undirhlíðum endilöngum liggur sigdalur og
í honum helur gosið og smáhraun runnið þar út úr sprungunni vest-
an megin dalsins, án J»ess að til gígmyndana hafi komið. Þetta er
sama misgengi og liggur um Kaldárbotna og Helgadal eins og áður
er getið.
Það er alvanalegt á Reykjanesskaga að tektoniskar sprungur hafi
gosið hrauni og sýnir það hin nánu tengsl milli sprungnanna og eld-
gosa á þessu svæði öllu. Sem dæmi má nefna Stampa á Reykjanesi,
gígaröð þá, sem Ögmundarhraun hefur komið úr, gígaraðir við
Sveifluháls, Vesturháls, Trölladyngju og víðar.
Þvi skal hér slegið föstu að alls engar likur eru til pess að elcl-
gosum sé að fullu og öllu lukið á Reykjanesskaga. Sömuleiðir skal
á pað bent, að gos i námunda við pað svœði, sem hér hefur verið um