Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 18
12 NÁTTÚRUFKÆÐINGURINN
iiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiilliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim
litt, t. d. grænt og gult. Margar slíkar tegundir eru ræktaðar til
skrauts, Lathyrus odoratus, Antirrhinum majus o. fl.
Stökkbreyting er snögg, arfgeng breyting, sem ekki orsakast
af kynblöndun. Menn vita ekki gerla hvað henni veldur.
Samgræðlingar finnast, þótt undarlegt kunni að virðast, einn-
ig í dýraríkinu. Þannig heppnaðist R. G. Harrison árið 1908
að græða saman unga froska af tegundunum Rana silvatica og
Rana palustris. Þessir dýra-samgræðlingar urðu að fullvöxnum
dýrum og þessir nýju froskar gátu eftir ástæðum verið Rana
silvatica að framanverðu, en bakhlutinn tilheyrði Rana palustris
eða öfugt. Svipað hefir tekizt við ýmis fleiri lægri dýr, og eru nú
gerðar margar tilraunir í þessu efni. Er þetta æfintýrum líkast
og minnir á gamlar tröllasögur um margskonar kynjadýr.
Gríska fornskáldið Hómer nefnir t. d. dýr, sem var Ijón að
framan, geit í miðjunni og dreki að aftanverðu. Ámóta frásagnir
finnast í íslenzkum þjóðsögum. Auðvitað er þetta tilbúningur og
ímyndun ein; en á hinn bóginn sýna rannsóknir og tilraunir á
síðari árum, að með samgræðslu er hægt að framleiða hinar furðu-
legustu plöntur og dýr. Má vel vera, að margar gamlar kynjasögur
um þetta efni, verði einhvern tíma að veruleika. Að minnsta kosti
er hér á ferðinni merkilegt rannsóknar- og viðfangsefni.
Ingólfur Davíðsson.