Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1937, Side 20
14 NÁTTTJRUFRÆÐINGURINN ................................................. sökkva dýpra og dýpra niður í eðjuna í botni dalsins. Þá hefir og yfirborð skriðunnar veðrast, en áin flutt burt það, sem niður molnaði. Miðaði þannig allt að því, að skriðan eyddist í mynni dalsins af völdum Vatnsdalsár, en eftir stóðu hólarnir vestur í hálsinum- Þangað hefir áin aldrei náð. Loks kom að því, að Vatns- dalsá fór að renna yfir skriðuna og voru þá Vatnsdalshólar slitn- ir úr öllum tengslum við Vatnsdalsfjall og svipur landsins orðinn sá, sem hann er nú. Reykjavík, 2. des. 1936. Ásgeir Magnússon. Álft með aligæsum. Haustið 1934 kom álft á Leirhafnarvatnið og hélt til á því um veturinn (á vökum) og víðar þar í grennd. Hún hændist mjög að tömdum gæsum, sem eru í Leirhöfn, og varð gæfari með hverj- um degi er leið, og að lokum svo gæf, að hægt var að reka hana inn í hús með gæsunum og handleika hana þar. Dvaldi hún svo þar allan veturinn. Haustið 1935 kom hún aftur og dvaldi þar í Leirhöfn I allan fyrra vetur, nema lítinn tíma um miðjan vetur- inn, er hún var einhversstaðar annarsstaðar. Undir varptímann hvarf hún, og sást aldrei á síðasta sumri fyrr en haust var kom- ið. Þá kom hún á vatnið og önnur álft með henni — líklega maki hennar —, en eigi hefi eg heyrt þess getið, að ungar hafi sézt í fylgd með þeim. Fyrst þegar hún náðist var hún vængstýfð, en er fyrir löngu orðin fleyg og fær aftur. Lóni, 28. október 1936. Björn Guðmundsson■

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.