Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 43
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 37 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Til er það, að svartbakurinn veiðir fullorðna fugla sér til mat- ar. Er það hér í Lóni aðallega hávellan, sem heldur til hér á Lón- inu á veturna; en það leggur aldrei allt, hversu mikið frost sem gerir. Um aðferð hans þá nægir að vísa til greinar í Náttúru- fræðingnum í 1. h. V. árg., bls. 17 og áfram. — Um ungadráp hans er óþarfi að ræða, það er ofþekkt fyrirbrigði til þess að taka það hér með. Lóni, 5. október 1936. Björn Guðmimdsson. Anatómisk leikhús. Á miðöldunum var heldur en ekki kyrt um raunvísindin. Til- raunir og rannsóknir, sem byggðust á eftirtekt, voru þá ekki í há- vegum höfð. Um líffærarannsóknir lágdýra stóð þá lítill ljómi, og lítt gerðu menn sér far um að bera saman líkamsbyggingu dýr- anna. Þó þurftu vitanlega læknarnir á nokkurri þekkingu að halda á líffæragerð mannsins og lík voru oft krufin. Þetta fór einkum í vöxt á hinu svonefnda Renæssance-tímabili (endur- reisnartímabili), og sérstaklega eftir að farið var að byggja sér- stök hús til þess að kryfja lík í (Theatrum anatomicum). Fyrsta húsið af þessu tagi, sem gert var, var byggt á Ítalíu á 16. öldinni, eigi er vitað með vissu hvenær, og seinna voru byggð mörg hús í öðrum löndum Evrópu. Þessi hús hafa víst verið í fullri notkun fram á 19. öld, að minnsta kosti var eitt byggt í Kaupmannahöfn árið 1785, en þar höfðu verið tvö áður, það eldra byggt 1644. Það var litið á þessi hús sem einskonar leikhús, fólki til skemmtunar og fróðleiks, og mátti heita, að líkin væru krufin fyrir opnum dyrum. Vanalega voru þessi „leikhús" þannig úr garði gerð, að í þeim var stór salur, með borði á miðju gólfi, en bekkjum skipað allt í kring, þannig að neðstu bekkirnir stóðu einu sinni í snjóáfelli að vorlagi, er við hér í Lóni áttum loðnu í flekk hér á túninu fast við baðstofugluggana, sáum við til spóa, er var að gæða sér á loðnunni — aðallega hrognunum ti! að byrja með, en að lokum gerði hann sér hægt fyrir og renndi niður loðnu í heilu lagi! Séð hefi eg og skógarþresti eta í vorharðindum bæði tófuhræ, selinnýfli, loðnumauk úr selmaga, hálf- melt, og kjöttægjur af soðnum fugla- og selbeinum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.