Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 52

Náttúrufræðingurinn - 1937, Qupperneq 52
46 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ............................... um síld, og síldarátu, gæti alveg eins átt við hér eins og við Bretland, og þær niðurstöður, sem höf. hafa komizt að með rannsóknum sínum, eru mjög merkar, og skipta máli fyrir okkur. Ritgjörðin er í fjórum köflum. 1 fyrsta kaflanum lýsir próf- essor Hardy (Hull, Englandi) áhaldi því, sem hann hefir fundið upp til þess að safna með átu, getur þess, hvernig því sé beitt, og sýnir helzta árangur tilraunanna. Árangurinn af 223 til- raunum var þessi: rauðáta fékkst var meðalveiði 3,2 Crans af síld t 1— 99 rauðátur, veiddist 5,1 — 100—249 — — 7,3 — 250—499 — — 12,9 — 500—999 — — 14,8 — 1000 ogmeira — — 22,0 — Aflamagnið stóð þannig í réttu hlutfalli við rauðátumagnið. Sama árangur hafa tilraunir gefið hér við land. Á hinn bóginn stóð aflamagnið í öfugu hlutfalli við fjölda svifsniglanna, og einnig í öfugu hlutfalli við þörungamagnið. f hinum köflum ritgjörðarinnar ,eru leidd rök að því, að áhald þetta (The Plankton Indicator) hafi komið síldveiðunum að miklu liði. — Áhaldið kostar með öllum útbúnaði um 250 kr. C. E. Lucas and G. T. D. Henderson: On the Association of Jellyfish and other Organisms with Catches of Herring. Journ. of the Mar. Biol. Ass. of the United Kingdom. Vol. 21, No. 1. 1936. Þessarar ritgjörðar er minnst hér af sömu ástæðu og hinnar. Höfundarnir hafa rannsakað sambandið á milli síldveiðinnar annars vegar og marglyttumagnsins í sjónum hins vegar, og komast að þeirri niðurstöðu, að þar sem mikið sé um smáar, „hvítar“ marglyttur, sé minna um síld en annars staðar. Á hinn bóginn virðast stórar marglyttur, jafnvel þær, sem brenna, ekki hafa áhrif á síldarmagnið. Danmark-Ekspeditionens Negrologer, 1-IX. Pu- blikationer om Östgrönland. Nr. 4. Köbenh. 1936. Þetta er mjög vönduð bók, þar sem minnzt er 9 vísinda- manna, sem farizt hafa á leiðöngrum til Grænlands, en þeir eru þessir: N. P. H. Hagen, L. Mylius-Erichsen, N. I. J. Brönlund, A. P. Hansen, P. F. K. Christiansen, H. O. J. Olsen, K. J. Ring, J. P. Koch og A. L. Wegener. Bókin er hin prýðilegasta að út-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.